Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 132
Þórir Kr. Þórðarson
Þýðingin frá 1912 er merkilegt stórvirki. Á sinni tíð var hún athyglis-
vert hugverk merkra þýðenda. Auk aðalþýðandans, Haralds Níelssonar,
sem þá var nýkominn frá námi við Háskólann í Kaupmannahöfn, unnu í
þýðingarnefnd: Steingrímur Thorsteinsson skáld, Hallgrímur Sveinsson
biskup og Þórhallur Bjamarson prestaskólakennari, allir málsnjallir menn,
rótfestir í málfari íslenskra sveita og íslenskra bókmennta.4 Það segir sig
því sjálft að þessu hugverki mátti ekki raska nema sem minnst, úr því að
ekki var tími né aðstæður til að taka textann til gagngerðrar endumýjunar.
Þegar frá em taldir Sálmamir, hafði ég af þessum sökum þá meginreglu um
allar breytingar á textanum frá 1912, að breytingin raskaði ekki heildarsvip
textans frá 1912, innan hefðar íslenskrar biblíuútgáfu frá 1584. Af þessum
sökum þýddi ég yfirleitt ekki orðasambönd að nýju þótt mér fyndist það
ekki geta staðið sem fyrir var, heldur leitaði ég fyrir mér um orðalag úr ís-
lensku biblíuþýðingarhefðinni eða í samræmi við hana og raskaði ekki
heildarsvip þýðingarinnar frá 1912 sem hugverks, án tillits til þess hvemig
ég mundi sjálfur þýða efum nýja þýðingu vœri að rœða.
Breytt orðalag
Það er eins og gengur að ekki em allir sammála um að láta allt það standa
sem óhreyft var látið, né um hitt sem breytt var. Og um það síðamefnda
ætla ég að geta eins dæmis. Einn erfiðasti kaflinn í allri Biblíunni er 22.
kapítulinn í 1. Mósebók (Genesis), þar sem Guð býður Abraham að fóm-
færa syni sínum, ísak.
Ég hef verið að því spurður, hvers vegna ég breytti um sögn í 1. versinu
í 22. kaflanum í nýju prentunni. í 1912-útgáfunni stendur:
Eftir þessa atburði reyndi Guð Abraham og mælti til hans ...
En í Biblíunni 1981 hljóðar þetta svo:
Eftir þessa atburði freistaði Guð Abrahams og mælti til hans...
4 Auk þessa vann sr. Gísli Skúlason í byrjun að þýðingunni og þýddi hann m.a.
Saltarann. Sjá grein Gunnlaugs A. Jónssonar, Þýðingarstarf Haralds Níelssonar og
upphaf „biblíugagnrýni” á íslandi. Studia theologica islandica 4. Ritröð
Guðfrœðistofnunar. Biblíuþýðingar í sögu og samtíð. (Guðfræðistofnun 1990), bls.
57-84.
130