Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 42
Þórir Kr. Þórðarson
En ef við hugsuðum okkur að eitthvað væri hægt að segja um þetta svið
tilverunnar, t.d. á myndamáli eða óeiginlegu máli, eins og síðar verður
vikið að, er ekkert hægt að segja um hvernig þessi veröld er (eða tilveru-
svið), heldur aðeins að hún er. Það virðist því í fljótu bragði, að ekkert
svar sé til við spumingunni, Hvað er Guð?
Ennfremur segir hann, að þegar við virðum fyrir okkur heiminn sem
afmarkaða heild, þá séum við stödd á þeim stað þar sem leyndardómurinn
verður sýnilegur eða skynjanlegur með einhverjum hætti.
Það er höfuðatriði í þessum kenningum Wittgensteins um hina
mystísku (eða: trúarlegu) hugleiðingu um heiminn sem afmarkaða heild, að
um hana verður ekkert sagt. Það er ekki hægt að segja frá þessari hug-
leiðingu og niðurstöðum hennar (á röklegu máli). Hann segir10 að þeir sem
gengið hafa í gegnum langt skeið efasemda, en síðan orðið ljós tilgangur
lífsins, haíl ekki getað skýrt í hverju þessi tilgangur sé fólginn.
Við emm hér stödd við ystu mörk, á ystu nöf. Wittgenstein spyr um
merkingu lífsins. Honum nægir ekki þótt allar hugsanlegar spumingar
vísindanna væm leystar, eftir stæðu samt vandamál lífsins.* 11
Heilagur Tómas Aquinas skrifaði miklar bækur um tilgang lífsins. En
svo hætti hann allt í einu að skrifa og skrifaði ekki staf framar. Enginn veit
hvers vegna.12 Ég hef alltaf ímyndað mér (en auðvitað er það ekki annað en
ímyndun) að Heilagur Tómas hafi orðið fyrir djúpri trúarlegri reynslu, hafi
skynjað Das Mystische, sem Wittgenstein talaði um, og eftir það gat hann
ekki talað, því að þeirri reynslu og þeim sannleika sem hann skynjaði
verður ekki lýst á því málfari sem hann notaði áður í bókum sínum, máli
rökfræði og rökhyggju.
10 6.521b: ... Ist nicht dies der Grund, warum Menschen, denen der Sinn des Lebens
nach langen Zweifeln klar wurde, warum diese dann nicht sagen konnten, worin
dieser Sinn bestand. —Á Wittgenstein hér við eigin reynslu?
11 6.52: Wir fiihlen, dass selbst, wenn alle möglichen wissenschaftlichen Fragen
beantwortet sind, unsere Lebensprobleme noch gar nich berilhrt sind. Freilich bleibt
dann eben keine Frage mehr; und eben dies ist die Antwort. — Næsta setning: —
Die Lösung des Problems des Lebens merkt man am Verschwinden dieses
Problems — er tæknilega rökfræðileg og hjálpar okkur ekki í þessu samhengi.
12 Sveinn Eldon, á heimspekikvöldi að Víðimel 35,4. janúar 1974.
40