Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 134
Þórir Kr. Þórðarson
Efnisþráðurinn
Nú kann lesandinn að spyrja, hvers vegna mér finnst of veikt til orða tekið
ef hebreska sögnin nissa væri þýdd með íslensku sögninni „að reyna“. Ég
skal nú leitast við að svara þeirri spumingu.
Efnisþráður frásagnarinnar í 1. Mósebók er þessi:
Þau Sara og Abraham voru bamlaus. En óvænt birtast þeim englar
Guðs sem boða þeim mikinn fögnuð:
Sara mun son ala, og skal hann vera fyrirheit um handleiðslu Guðs öll-
um afkomendum þeirra. Verður Sara þunguð og elur son, ísak, sem óx og
dafnaði á bæ þeirra. Er hann var ungur sveinn orðinn, birtist rödd Guðs
Abraham og bauð honum að taka einkason sinn, sem öll fyrirheitin vom
byggð á, fara um langan veg, upp í fjöll, slátra honum og fómfæra honum
þar á altari.
Allan þann dag var Abraham í þungum þönkum við þessa skelfilegu
fregn. Hann hugleiddi hvað þessi boð þýddu. En hann hlýðnaðist röddinni,
og árla næsta morgunn lagði hann á asna sinn, tók með sér ísak og tvo
fylgdarsveina og hélt af stað.
Á þriðja degi sá hann staðinn álengdar þar sem hann átti að færa son
sinn að brennifóm. Hann tók ofan af asnanum, bauð sveinunum að bíða og
hélt upp á fjallið einn í fylgd með ísak syni sínum. Hann tók með sér fóm-
areld.
Abraham gengur þögull með drenginn sinn sér við hönd. í hendi sér
hefur hann hárbeittan slátrarahníf, og eldiviðnum hafði hann hlaðið á herð-
ar drengnum. Þeir gengu þegjandi. Þá rýfur drengurinn þögnina:
— Pabbi, hvar er sauðurinn sem á að fómfæra?
Abraham hafði haldið af stað árla, fyrir þremur dögum, næstum eins og
svefngengill vegna þessa ógnvekjandi boðskapar. Og hann vissi vart hvað
hann gerði eða sagði. Hann svaraði því drengnum, næstum út í hött:
— Hafðu ekki áhyggjur, ísak minn, Guð mun sjá fyrir öllu.
Þeir héldu þöglir förinni áfram. Abraham var í þungum þönkum. Guð hafði
birst honum og boðið að hann skyldi skera drenginn sinn á háls, færa hann
að fóm.
132