Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 229
Drottni með dug,
djörfung og hug.
Magnús Runólfsson
Fyrr um sumarið (1937) hafði Ludwig dvalið í Kornahlíð í einum
vikuflokki, og var rigning allan tímann! sagði hann mér sjálfur. Hann kom
með þýskt lag sem sungið var í KFTJM þar í landi (sagði mér Ástráður
Sigursteindórsson), og orti Magnús þá sálminn hér að ofan við það lag.
Það er skemmtileg tilviljun (sem Ólafur Pálsson upplýsti mig um í
símtalinu), að séra Páll í Viðvfk er langafi þeirra frænda (en hann var mikið
sálmaskáld eins og kunnugt er, orti m.a. Sigurhátíð sœl og blíð og Ó, Jesú
bróðir besti) og einn sálma hans hefur ekki óáþekkt tema og sálmur
Magnúsar Runólfssonar sem hann orti þetta sumar, þótt með sitt hvoru
mótinu sé; sálmur Magnúsar er kristniboðshvöt, en sálmur séra Páls holl
lífsspeki vinnandi kristnum manni:
Starfa, því nóttin nálgast,
nota vel æviskeið,
ekki þú veist, nær endar
ævi þinnar leið.
Starfa, því aldrei aftur
ónotuð kemur stund,
ávaxta því með elju
ætíð vel þín pund.
Engum stað er minning mín tengdari Magnúsi Runólfssyni en Komahlíð.
Þar, í Svínadalnum, voru sumarbúðir KFUM sumarið 1937 þar sem
skógurinn var lokaður að boði yfirvalda (notaður sem mæðiveikigirðing!).
Hið besta veður var þá viku sem ég dvaldi í Komahlíð ásamt vinum
mínum tveim og jafnöldmm, og var annar þeirra Steinar Magnússon, sem
lést rúmlega tvítugur. Við bjuggum í tjöldum í skógi klæddri hlíðinni og
var þar ævintýraheimur, lækir skoppuðu milli birkitrjánna, og bjuggum við
til myndarlegar stíflur í þá. Matartjaldið var á melnum niður við ána, og þar
höfðum við okkar samverur, skemmtifundi, kvöldvökur og bænahald.
Magnús Runólfsson var foringinn og vissum við vart af honum, hann var
eins og í baksviði, svo sjálfsögð og látlaus var stjóm hans. Það var hrífandi
227