Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 174
Magdalena Schram
— En bókmenntir eru ekki prédikanir!
„Nei! Þær fjalla um þessi sömu viðfangsefni en á annan hátt. í þeim
verður lífið til á blaðsíðunni, og dauðinn, hatrið og elskan, en spennan má
ekki rofna. Þær hætta að vera bókmenntir við „Happy ending”, samt er
endurlausnin algeng, t.d. er kærleikur Sólveigar hið endurleysandi afl í
Pétri Gaut. Bókmenntir mega ekki verða prédikanir, nei.”
— Hvers vegna lesa menn guðfræði? Er það köllun sem veldur?
„Köllun er ekki skyndilegt ljós að ofan. Ég geri ráð fyrir að ég hafi
ákveðið að fara í guðfræði vegna þess að líf mitt tók á sig þessa mynd
smám saman. Ég var alinn upp í trú, og var í KFUM sem strákur, en ég tók
þessa ákvörðun, minnir mig þegar ég var í 5. bekk menntaskólans. Eftir
stúdentspróf var ég eitt ár við Háskólann, í grísku og arabísku (hjá Fonten-
ay sendiherra), komst ekki utan vegna stríðsins, en fór svo utan 1945, byrj-
aði eiginlega á framhaldsnáminu, las semitísk mál, grísku og guðfræði,
fyrst í Uppsölum, síðan í Árósum, kom síðan heim og lauk guðfræðinámi
hér. Hélt til Bandaríkjanna til framhaldsnáms og var þar í fimm ár, í
Chicago. Ég var þar þegar losnaði dósentsembættið við Háskólann, sótti
um og hef verið þama síðan.
— Er það óvenjulegt að læra guðfræði x útlöndum?
„Ég segi við stúdentana, farið utan! Ekki aðeins til Norðurlandanna —
Norðurlönd eru útskagi frá meginlandi Evrópu. Þar búa frændur vorir, en ef
einhver vill læra á píanó, fer hann ekki til frænda síns aðeins af því að
frændinn kann á píanó. Hann fer til Áma Kristjánssonar, til snillings.“
Hvers vegna er lífið þá ekki í kirkjunni?
— Þú segir mér að guðfræðin fjalli um að vera til og fjalli um lífstjáning-
una sem er í listum og bókmenntum. En skyldu kirkjugestir fiima það?
„Prestamir eiga að flytja boðskap um kraft trúarinnar, en ekki vera
„konunglegir embættismenn lýðveldisins”. Trúarhópar hafa myndast utan
kirkjunnar, tekið á sig viss form, sem mörgum finnst skrýtin fyrirbæri sem
samræmist illa venjulegu marmlífi. En líf trúarirmar á að vera hluti af dag-
legu lífi og bænin miðpunktur þess. Bænin er viðurkenning þess að „hér
nægir ekki minn mannlegi kraftur”, eins og forsetafrú Vestur-Þýskalands
skrifaði nýlega. Trúin er von, hún er frelsi í ábyrgð og sköpunargleði, eins
og ég skrifaði í Morgunblaðsgrein í júní. Og hún á að birtast í félagslegri
172