Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 45
Hvað er Guð?
nútíðinni sem mótast af því að veröldin mun brátt lifa sitt endadægur).17
Ekkert ætti því að vera fjær okkur en að „afklæða“ boðskapinn þessum
eigindum.
Leyndardómurinn (Das Mystische ) var hjá Wittgenstein hið ósegjan-
lega. En samt komumst við ekki hjá því að segja eitthvað um leyndar-
dóminn. En ef við segjum eitthvað um hið ósegjanlega, verðum við að gera
okkur grein fyrir hvað við erum að gera.
Hið ósegjanlega liggur handan alls tungumáls. Þess vegna er ekki hægt
að tala um það á venjulegu máli, á svonefndu daglegu máli sem við
rekumst á í dagblöðum, í hagskýrslum og vísindaritum. Ástæða þess að
skynjun leyndardómsins er utan og handan venjulegs tungumáls er sú að
sjálf skynjunin er handan venjulegrar, „hversdagslegrar“ skynjunar, sem
við skynjum með skilningarvitunum og getum vegið og talið.
Það sem er handan venjulegrar skynjunar eða hugsunar nefnist á máli
heimspekinnar transcendens, dregið af latnesku sögninni „transcendere'1
að stíga yfir (mörkin). Ef sagt er um snilligáfu Bachs að hún transcenderi
gáfur annarra manna, er átt við að snilligáfa hans fari út yfir ystu mörk
gáfnafars okkar hinna.
En í heimspekinni er orðið notað á almennan hátt og á við alla til-
veruna. „Transcendensinn“ er því nafnorð sem merkir þá eigind að einhver
vitund eða svið sannleikans brjótist út yfir ystu mörk þess sem við skynjum
venjulega eða segjum á daglegu máli. Þá er átt við eitthvað sem liggur
dýpra eða er innar og nær hjartarótum veruleikans en nokkuð annað sem
við getum reiknað, talið, sett í tölvur og reiknivélar.
Þegar við tölum um „transcendensinn" í rúmi (Transzendenz in Raum)
eigum við ekki við það sem við sjáum kringum okkur í rúmi svo sem
náttúruna, hvalina, blómin og grágrýtið (sem náttúrufræðin rannsakar)
heldur merkingu umhverfis okkur í rúmi. Þegar við tölum um „transcen-
densinn" í tíma (Transzendenz in Zeit) eigum við ekki við tímahugtakið og
tímareikning, sem sýnir okkur hversu mörg ár eru liðin frá Örlygsstaða-
17 Schalom Ben-Chorin, Bruder Jesus: Der Nazarener in jiidischer Sicht. Miinchen:
Deutscher Taschenbuch Verlag, 1977, bls. 194: „Mythos ist, fur Bultmann, die
Transzendenz im Raum (Weltbild) und Zeit (Eschatologie).“ (Ég á Þorvarði
Helgasyni leiklistarfræðingi og leikskáldi að þakka ábendingu og lán þessarar
bókar).
43