Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 121
Innviðir hugsunarinnar í Fjórða Ebed Jahveh kvæðinu
Þögn harmkvælamannsins (7.v.)
7. V. Honum var misþyrmt, er hann lítillætti sig,
og hann lauk eigi upp munni sínum.
Eins og sauðkind, sem leidd er til slátrunar,
og eins og ær þegir fyrir þeim er klippa hana,
þannig var hann þögull og lauk eigi upp munni sínum.
Dauði hans (8.-9.V.)
8. V. Eftir handtöku og dómsuppkvaðningu var hann leiddur út,
og hver leiddi hugann að því hver yrðu örlög hans?
Hann var afskorinn frá landi lifenda.
Vegna syndar síns fólks var hann lostinn til dauða.
9. V. Og þeir létu hann fá legstað meðal illvirkja
og grafreit meðal úrhraks manna,
enda þótt hann hefði ekki gert rangt (framið ranglæti)
og aldrei talað sviksamlegt orð.
Mörg eru vafaefnin í hinum erfiða texta Fjórða Ebed-Jahveh kvæðisins, en
hér eru þau torráðnari en víðast hvar í kvæðinu. 4. ljóðlína í 8.v. er nánast
óþýðanleg, en ef lesið er <ammo í stað <ammi, fæst sú merking sem að
framan greinir. Margir fremja breytingar á samhljóðatextanum.
í 2. ljóðinu í 9.v. stendur <asir, sem merkir ríkur. En það kemur ekki
heim og saman við rímið (hugsanarímið, parallelisma bragliðanna), getur
ekki staðið sem hliðstæða við „illvirkjar” (þrátt fyrir hugmynd Nybergs um
að spámaðurinn hafi talið auðmenn meðal illvirkja). Með því að miða
merkinguna við sögn í arabísku fæst sú þýðing sem að ofan greinir. Fara
margir þessa leið (North).
En hvað sem málfræðierfiðleikunum Uður, er myndin ljós, sem kvæðið
dregur upp: Harmkvælamaðurinn er lítillátur, mjúklátur, en samt er honum
misþyrmt (7.V.). Hann er handtekinn, og dómur er upp kveðinn, hann er
leiddur út til lífláts og grafinn á öskuhaugunum nánast (9.V.). En viðbrögð
hans er „þögnin.” Þetta minni, þögnin, er mjög sterkt. Hjá Esekíel (3.22nn)
er kafli sem ég hefi valið yfirskriftina „Þögn spámannsins”. Þegar Jesús var
119