Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 112
Þórir Kr. Þórðarson
sem kom út fyrir tveimur áratugum eða svo og vakti heiminn til
umhugsunar um það sem var að gerast í umhverfi mannsins. Kraftar
vorsins, gróandans og þróunar, sem hugtaka, eru þungamiðjan í nýrri
túlkun á sköpunarverkinu. „Sköpun“ verður að hugtaki sem skiptir
einstaklinginn öllu máli, verður „existentíell“. Mín sköpun er fæðing mín.
Ég heyri því lífinu, á mig ekki lengur sjálfur. Ég þigg allt mitt líf af Lífinu,
ég er aðeins að því marki sem ég teyga af lífslindinni sérhverja stund
lífsins. (Orðtáknið Líf nær því betur sem felst í hinu guðlega í þessu
samhengi að skilningi Biblíunnar heldur en orðtáknið Guð, þar sem síðar
nefnda orðtáknið hefur á síðustu öldum á Vesturlöndum fengið á sig
merkingu sem útilokar þann biblíulega sköpunarskilning sem lýst hefur
verið hér að ofan. Þetta hefur Gustav Wingren nógsamlega sannað í bók
sinni um Sköpun og lög.
Þessi viðhorf hljóta að verða lögð til grundvallar, þegar spurt er um
nýjan lífsstíl í samtíðinni.
Maðurinn og þjóðfélagið:
Trú og stjómunarmál
Lífsstíll samtímans meðal ungs fólks hefur sveiflast mjög síðustu tvo
áratugina hvað snertir stöðu mannsins í þjóðfélaginu. Á sjöunda áratugnum
fór bylgja um vestræn lönd og knúði ungt fólk til ábyrgrar þátttöku um
málefni allra þjóða. Þessi hreyfing átti sér sterkastar rætur vestanhafs, þar
sem ungt fólk fór í kröfugöngur og efndi til pólitískra aðgerða til stuðnings
friði. Hið sama var uppi á teningnum í stúdentauppreisnunum svonefndu í
Evrópu. Margir töldu þetta vera sprottið af vinstrisveiflu. En það átti sér
dýpri rætur en svo að fyrirbærið verði skýrt út frá stefnusveiflum í
dægurþrasi. Nú hefur þess hins vegar orðið vart, að pendúllinn hefur
sveiflast til gagnstæðrar áttar. Ungt fólk hefur í auknum mæli farið að
hugsa til eigin hags, hvað verði um það að námi loknu, og áherslan hefur
orðið rikari á því að keppa að efnalegri farsæld sjálfs sín, væntanlegs maka
og bama.
Þjóðfélagsbyltingar síðustu alda, allt frá frönsku og amerísku stjómar-
byltingunni, hafa fært mönnum ný sannindi um stöðu manns í þjóðfélagi.
Það er ekki lengur unnt að grundvalla afstöðu til þessara mála á arfteknum
viðhorfum liðinna alda. Sagnfræðin, lögfræðin, réttarsagan, réttarneim-
spekin, þjóðfélagsfræði lögfræðinga á borð við Max Weber og félagsleg
110