Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 43
Hvað er Guð?
Við getum sagt, ef við fylgjum Wittgenstein, að ekki sé hægt að tala
um tilveru Guðs á máli rökfræðinnar, en það þýðir ekki að tal um Guð sé
ekki röklegt innan sinna marka, né að Guð sé ekki til. Hann er að vísu ekki
til í ræðu rökfræðinnar. En Wittgenstein sýnir að það svið sem við nefnum
svið Guðs sé til í skynjun mannsins. Og því virðist mér að Guð sé til innan
vébanda þess tungutaks eða málfars sem er ekki röklegt heldur Ijóðrænt,
óeiginlegt, líkt málfari líkinga og dœmisagna.13
Mannskepnan hefur frá alda öðli skynjað að til er annað svið tilver-
unnar en það sem hún skynjar með skilningarvitunum fímm. „Ég get
sannað að Guð er til,“ sagði Nathan Söderblom á dánarbeði sínum. „Ég get
sannað það út frá trúarbragðasögunni." í öllum trúarbrögðum er að fmna
þessa skynjun einhvers sem er handan venjulegrar skynjunar.
Og nú höfum við svarað spumingu Óla. En þó aðeins til hálfs. Það er
sem sé víst að til er annað svið tilverunnar en það sem við skynjum með
skilningarvitunum, sem finna bragð að lakkrísnum, sjá markið sem skorað
var á kappleiknum, heyra flaututónana eða finna lyktina af hamborgara-
hryggnum hennar ömmu. Og þetta „annað“ skynjum við þegar við lesum
kvöldbænimar saman og syngjum versin. Þar finnum við svið sem markast
af trausti, og við finnum til öryggis.
Þetta er jafnraunvemlegt fyrir þeim sem reynir, eins og allt sem hann
skynjar með skilningarvitunum. Já, enn raunvemlegra. Því að hann finnur
að þetta svið er það eina sem skiptir máli. Allt annað hverfur sem reykur.
Það er ekki nema spönn frá þessu, þ.e. tjáningu trúarinnar á því sem við
skynjum en getum ekki talað um nema á myndamáli og málfari tónanna,
yfir í það sem Wittgenstein segir um leyndardóminn (Das Mystische), sem
13 Hjá mér vaknar sú spuming, er ég les grein Philip Davies, „Remarks on Wittgen-
stein's 'Remarks on Frazer’s The Golden Bough,"' King’s Theological Review, 6
(1983), bls. 10-14, hvort ekki megi líta á (a) tjáningu raunvísindanna og (b)
tjáningu trúarinnar í trúarlegum textum, hvort fyrir sig, sem „language game,“ og
því hafi hvor tveggja, setning úr raunvísindum eða setning úr trúarlegum texta,
gildi „innan hringsins,“ þ.e. innan marka viðkomandi sviðs, og að sönnun verði
ekki sótt utan sviðsins, heldur feli lögmál „málfarsleiksins" sjálft í sér sönnunina.
Þessi setning mín er mjög tortryggileg, þar sem skv. henni væri hægt að sanna
tilveru Guðs innan hrings málfarsleiksins á jafngildan hátt og sannanir eru fengnar í
raunvísindum. Og um slíkt getur vart verið að ræða! — Þarf ég því að rannsaka
þetta betur.
41