Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 210
Þórir Kr. Þórðarson
þessu stórfenglega starfi þessa manns, sem gnæfði yfir sína samtíð að
hugmyndaauðgi, atorku og framkvæmdaafli. Nafn hans lýsir af flugsögu
íslendinga, og það er skemmtilegt að á bemskustöðvum hans í Skagafirði
hefur árlega verið haldinn flugdagur á afmælisdegi hans, 15. júlí, til
minningar um einn helsta frömuð flugs á íslandi, og verður aldarafmælisins
sérstaklega minnst þar.
Alexander barðist árum saman við skilningsleysi íslenskra stjómvalda á
möguleikum framtíðarinnar í flugsamgöngum innanlands og milli landa.
Hann hélt fundi, reit álitsgerðir, skrifaði hundruð bréfa og erinda og
ferðaðist um landið til þess að vekja áhuga og koma málinu fram. Bók reit
hann um flugmál, í lofti, er kom út 1933. Hann var formaður og fram-
kvæmdastjóri Flugfélags íslands hins eldra um árabil frá 1928. Einn
meðstjómarmanna hans var Páll Eggert Ólason prófessor.
Eins og títt er um þá sem standa upp úr almenningi á landi hér, fór hann
ekki varhluta af skensi í blöðum, t.d. birtist í Alþýðublaðinu háðsgrein
sumarið 1931 sem hét „Alexander meðal spámannanna,“ og í sama blaði
frétt, er flugvél hafði hvolft: „Alexander á hvolfi.“ En hann lét ekkert slfkt
á sig fá og vann ótrauður að framfömm í samgöngum þjóðarinnar.
1929 birti Alexander kvæðið Flugferð í Eimreiðinni.4 Það lýsir eldmóði
hans:
í Bótinni5 er fullt af fólki. Það á að fljúga suður í dag.
Allir, sem vettlingi valda, vitja niður á bakkann,
konur og karlar og böm, því að kominn er nýi tíminn.
Því lýkur á fjörmikilli lýsingu á síðasta spöl flugsins suður:
svo berumst við beint að marki — Mýrar í mollu dreymir, —
Akrafjall, Esja í framsýn — áfram síðasta sprettinn!
prrr — prrr — prrr — prrr —
Reykjavík!
4 Eimreiðin 35, 1929, bls. 105-107.
5 Þ.e. á Akureyri.
208