Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 33
,.Allir stúdentar þurfa að frelsast"
Þriðji kosturinn er svo sá að snúa þessu við og telja skynsemina eiga að
ráða yfir sviði trúarinnar. Trú, sem telur sig byggja á forsendum sem
skynsemin skilur ekki, skal brottræk úr samfélagi hugsandi manna. Slík trú
ógnar ekki aðeins allri vísinda- og fræðastarfsemi, heldur líka heilbrigðri
skynsemi sem allt veltur á í hinu daglega lífi. Heilbrigð skynsemi segir
okkur að treysta lögmálum vísinda og tækni, ekki hindurvitnum þjóðtrúar
eða ævintýrasögum um sköpun heimsins á sjö dögum, syndafall, mey-
fæðingu, upprisu frá dauðum og þar fram eftir götunum. Mörg fordæmi
getum við fundið fyrir þessari afstöðu. Descartes fjallar að vísu hvergi
berum orðum um þetta efni, en með kröfu sinni til manna um að trúa engu,
sem ekki samræmist skýrum og greinilegum hugmyndum, rótfesti hann
þessa afstöðu í vestrænni menningu. í kjölfar Descartes er David Hume
vafalaust sá sem skýrast gefur okkur fordæmi fyrir þessari efahyggju um
trúna.
Hvar höfum við nú Þóri Kr. Þórðarson í ljósi þessara þriggja kosta?
Umhugsunarlaust skyldi maður ætla að lútherskur prófessor í gamlatesta-
mentisfræðum flokkist með þeim félögum Lúther og Kierkegaard. Trúin
skuli drottna yfir skynseminni, fræðin skulu helguð Guði og opinberun
hans í Biblíunni, heilbrigð skynsemi skuli lúta höfði andspænis leyndar-
dómnum um fæðingu og upprisu Krists, vísindamennimir skulu hneigja sig
frammi fyrir Skapara himins og jarðar.
Af sama umhugsunarleysi er freistandi að fordæma hlutverk Biblíu-
fræðarans. Með skáldlegum innblæstri féll Halldór Laxness, ungur maður, í
þá freistni:
Við Háskóla íslands er kennarastóll í fornserkneskum trúargrillum, og er síst
ofmælt að tilvist þess kennarastóls sé ein háðuglegasta níðstaung sem menníngu
norræns kyns hefur verið reistur í hennar konúngdæmi. Úr kensludeild þessari eru
útskrifaðir menn sem eiga að hafa það starf með höndum að fara út meðal íslensku
þjóðarinnar og ljúga að henni væminni töfratrú austan úr Miðjarðarhafsbotnum, og
þeim fræðum sem hnoðast hafa utan á gyðíngdóminn við aldalángt hnjask óskyldra
kynflokka með hann, og staut mennínga sem eingin von er til að gryntu í honum.1
Vera má að klausa þessi myndi sóma sér vel fremst í kennsluskrá
guðfræðideildar til að minna menn á þau undur og stórmerki sem Biblían er
1 Alþýðubókin, þriðja útgáfa, Reykjavík 1949, bls. 25. Bókin mun hafa komið fyrst
út árið 1928.
31