Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 123
Innviðir hugsunarinnar í Fjórða Ebed Jahveh kvæðinu
Jhvh-ræðan í Iokin
Kvæðinu lýkur á Jhvh-ræðu. Að mörgu leyti er hún eins konar anti-klímax,
þar sem lesandinn býst við því undir lokin, að leyst verði úr hinum mörgu
gátum kvæðisins, er það hnígur að ósi sínum. En þeim gátum er ósvarað
látið. En að því leyti rís kvæðið hæst hér, að nú tekur spum þess á sig þá
mynd, að persóna kvæðisins hefur ekki enn fengið á sig „hold og bein”, er
því er lokið. Það er sem hún bíði manns, er klæðast vill búnaði drápunnar,
búnaði sem raunar em tötrar beiningamannsins, hæruserkur harmkvæla-
mannsins, sem það átti fyrir honum að liggja að láta líf sitt á drápstóli
heimsveldisins til þess að sýna þjóðunum mörgu og konungum þeirra, að
Guð vill ljúka upp hjarta sínu og uppsvelgja allar hrakningar mannkynsins
og harma mannanna. — Og þegar þannig er skoðað niðurlagið, verður
ljóst, að myndin sem dregin er upp í síðustu ljóðlínunum er mynd konungs
sem fær sigurlaunin: „Hinir mörgu” skulu verða herfang hans, og hann
mun skipta út til allra þegna sinna þeim auði er hann hefur áunnið:
réttlætingunni og réttlætinu, að allir menn mættu eiga sér þann draum og
raunar þá vissu, að lífinu megi lifa í sátt og farsæld, er menn feta rétta stigu
og láta af ofbeldi. — En þverstæðunni er ekki svipt burt. Kvæðið sjálft í
heild sinni girðir fyrir, að boðberi þessara sanninda geti nokkum tíma
klæðst dýru pelli og purpura. Krossinn verður ætíð hlutskipti hans.
Krossinn sem hann á að taka á sig og bera með öðmm.
Hinn réttláti þjónn minn mun færa hinum mörgu réttlætið
og sjálfur mun hann bera misgjörðir þeirra.
Þess vegna mun ég gefa honum hina mörgu að sigurlaunum,
og hann mun skipta upp geypilegu herfangi.
Þetta er sökum þess, að hann þyrmdi ekki lífi sínu, en gaf það í dauðann
og var með illræðismönnum talinn.
Hann bar syndir hinna mörgu
og gerðist staðgengill syndaranna.
*
Þegar þetta kvæði hafði verið ort, hóf það göngu sína og lifði öld fram af
öld í lífi manna sem það lásu og skoðuðu sitt eigið líf í skuggsjá þess og
hlutu lausn undan ygg og ótta lífsins við að sjá rísa af gulnuðu bókfelli
dulúðuga mynd Einhvers sem bauð illsku og ofbeldi byrginn í mjúklæti allt
121