Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 18
Bjöm Bjömsson
og Lundi. Framhaldsnám í ýmsum greinum guðfræðinnar, með gamla-test-
amentisfræði sem sérgrein, sótti dr. Þórir til Chicagoháskóla og lauk þaðan
doktorsprófi árið 1959. Árin 1957-1959 var hann gistiprófessor við
McCormick Theological Seminary í Chicago.
Þegar saman fer gjörvileiki og afburðagóð menntun er þess að vænta að
þess sjáist víða merki. Dr. Þórir setti þegar í upphafi starfsferils síns sterkan
svip á guðfræðideildina, með ferskum og ögrandi áherslum í guðfræði, sem
mótað hafa stefnu deildarinnar allt til þessa.
Árin þegar eftir heimsstyrjöldina síðari voru miklir umbrotatímar í guð-
fræði. Uppgjörinu milli frjálslyndu guðfræðinnar og nýrétttrúnaðarins var
að mestu lokið. í burðarliðnum var ný guðfræði, sem var í senn biblíuleg og
kirkjuleg. Biblíuleg í þeim skilningi að leita enn á ný til upphafsins, að
rannsaka trúarvitnisburðinn eins og hann er að finna í helgum ritningum.
Og kirkjuleg að því leyti, að sé ritningunum lokið upp þá blasir þar við
sjónum Guðs lýður, söfnuðurinn, á vegferð sinni í gegnum söguna, undir
fyrirheitum hins gamla sáttmála á vit uppfyllingar þeirra í hinum nýja.
Þetta er þá og guðfræði sem spyr um rök Guðs ætíð í sögulegu samhengi,
hvort heldur er um að ræða liðna sögu eða þá sögu, sem maðurinn í afstöðu
sinni til Guðs og náungans skráir af sjálfum sér á hverri líðandi stund. Trú
og saga, trú og þjóðfélag, trú og pólitík, trú og menning, trú og líf, aldrei
skoðað sem aðskildar veraldir, ætíð sem vettvangur, þar sem maðurinn
stendur undir ávarpi Guðs, ýmist dómsorði vegna brigða hans eða sáttar-
orði vegna trúfesti Guðs og kærleika.
Sem guðfræðingur og guðfræðikennari hefur dr. Þórir lagt höfuðáherslu
á að miðla af þeirri guðfræði sem ætíð er tímabær, sem flytur Guðs orð inn
í þá tíma og þær aðstæður, sem menn búa við á líðandi stund. Þar ræður
miklu sú heildarsýn til manns og heims jafnt í fortíð sem nútíð, sem sá öðl-
ast, er leitar fanga í guðfræðinni jafnt í hinu gamla testamenti sem hinu
nýja. Heildstæð guðfræðisýn á grunni biblíulegrar hefðar, sem af trú-
mennsku við uppruna sinn tekst á við samtíðina vítt og breitt á vettvangi
hins þjóðfélagslega veruleika.
Svo vitnað sé í hans eigin orð:
Stefið mikla er hjálpræðisverk Guðs í fortíð, nútíð og framtíð . . . Og stefín eru
sístæð í þeim skilningi... að þau fjalla um líf mannsins allt á öllum sviðum mann-
lífs: þjóðfélagsleg rangindi eða réttlæti, trúfesti einstaklingsins eða brigð í sam-
16