Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 141
Akedah: Freisting Abrahams
Sögnin „að prófa“ er í fomu íslensku máli notuð við réttarfar, og nafn-
orð af henni dregið, t.d. „með nokkurri raun eða prófan.“ Þar merkir „að
prófa“ nánast hið sama og „að freista.“ Er augljóst (í orðabók Fritzners), að
sögnin „að prófa“ í fomu máli er nær umræddri merkingu en „að reyna.“
Þessi stutta athugun gerir mönnum vonandi ljóst hvers vegna ég valdi
orðalag Guðbrandsbiblíu í umræddu versi. En menn þurfa ekki að vera mér
sammála um hitt, hvort rétt hefði verið að láta versið óbreytt standa. Hitt
vona ég að menn sjái að málið er ekki einfalt, og að segja mætti að hver
þriggja umræddra sagna gæti hér staðið, prófa, reyna eða freista, og jafnvel
sögn með nafnorði. Allt hefur þetta nokkuð til síns máls, og ekki er að vita
hvemig þýtt verður þegar íslenska Biblían verður öll þýdd að nýju.
Niðurlag
Upphafskapítular 1. Mósebókar em fomar sagnir sem margar hverjar vom
kunnar í bókmenntaarfi nágrannaþjóða. En hinn hebreski höfundur hefur
steypt þær í mót biblíulegrar trúar. Þær em því dæmisögur um örlög mann-
kynsins, benda til upphafs í sköpuninni og fram til fullkomnunar allra
hluta. Þær eru táknlegar og því sífelld uppspretta nýrra viðhorfa. Sögur
þessar fjalla um Paradís og syndafallið, Nóaflóðið, tuminn í Babel og
margt fleira.
Saga Abrahams hefst í 12. kapítulanum. Guð talar til hans og býður
honum að leggja út í óvissuna. Hann treystir handleiðslunni. Hann fer um
landið með hjarðir sínar. Guð heitir honum haglendi og beit fyrir skepnum-
ar og frjósemi. Alls staðar ríkir friðsemd, nema í 14. kapítulanum, sem er
mikil ráðgáta. Þar kemur Abraham fram sem stríðsmaður er erlendir kon-
ungar ráðast inn í landið, en þar er líka hin draumkennda mynd af honum
og Melkísedek, æðstapresti í Salem, sem síðar nefndist Jerúsalem. Mikil
guðsopinbemn gerist í 15. kapítulanum og Abraham er þar lýstur réttlátur
fyrir Guði, og muni mannkyn allt af honum blessun hljóta. Þá kemur mikil
flétta: Sara, kona Abrahams, getur ekki átt böm og biður Abraham að geta
bam við Hagar. Saga hennar og Ismaels er þmngin spennu. Engill birtir
Söm að lyktum fyrirheit um að hún muni eignast bam, soninn ísak. Fæðing
hans er undursamleg, kraftaverk. 18. kaflinn er listaverk. Þar birtast þrír
menn Abraham og Söm, en ýmist em þeir menn eða englar eða einn þeirra
er Guð sjálfur. Að hætti fomra sagna er myndin viljandi höfð „úr fókus”
eins og við segjum á kvikmyndamáli, til þess að leiða fram hið dulúðuga og
leyndardómsfulla. Sagan af ísmael og Hagar við bmnninn í 21. kapí-
139