Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 122
Þórir Kr. Þórðarson
ákærður, þagði hann (Mt 27.12nn). Er Pflatus spyr Krist: „Hvað er sann-
leikur?” (Jh 18.38) þegir hann, mælir ekki orð. Eitthvert aflamesta „málfar”
sem hægt er að grípa til, er þögnin. Hún merkir mjúklæti þess sem
reiðubúinn er að taka á sig harma mannkynsins en um leið styrk hans.
Mynd „fómardýrsins” úr helgisiðum musterisins talar einnig skýru máli og
er þmngin táknrænu.
Túlkun spámannsins á atburðunum, þegar hinn saklausi er líflátinn, er
skýr. Þjáning hans er þjáning staðgengilsins. En um það er rætt með þeim
hætti, að yfirborðslegar lausnir em útilokaðar. Hér er ekki kveðið svo að
orði, að staðgengillinn „borgi” „skuld” sem hinir áttu að greiða en gátu
ekki. Heldur fær myndin að vera hjúpuð nokkm mistri, svo að ljóst verði,
að leyndardómur píslanna og staðgengilsþjáningarinnar er mikill. Það líður
enginn fyrir annan í beinni merkingu þess orðs, heldur er um sympaþos,
sam-þjáningu, að ræða Mit-leiden á þýsku — að setja sig inn í kjör annarra,
gerast sekur með þeim og fyrir þá. Hjálpa þeim að bera sökina, þver-
brestinn í lífi allra manna.
Þjónninn er líflátinn. En það gefur okkur ekki tilefni til þess að leita
hans meðal samtímamanna eða forvera spámannsins. Westermann sýnir
ljóslega, að málfarið er mótað af Saltaranum, og bæði þjáning og líflát em
því fastar (stereotyp) myndir eins og í angurljóðum. Engin söguleg persóna
er hér að baki. En því sterkari verða tengslin við Hann sem spámaðurinn
talaði um, án þess að hann vissi það, sem er Guðs leyndardómur. —Og
hann talar einnig um þjáningu Guðs. (Guð er þjónninn)?
Upphafning hans (10-lla)
10.V. En það var vilji Drottins að slá hann með kröm.
Þar sem hann framseldi Iíf sitt (sál sína) að sektarfóm
mun hann fá að sjá afkomendur (sína) og lifa langa ævi
og velþóknun og vilji Guðs mun ná fram að ganga fyrir fulltingi hans.
1 la. Vegna þeirra hörmunga er á hann vom lagðar mun hann sjá ljós
og öðlast fyllingu þekkingarinnar.
120