Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 164
Þórir Kr. Þórðarson
kom með nefnir textinn blessun (að vísu þýtt gáfa í 1912, -þýðingunni, 1S
25.27).
Annar þáttur blessunarinnar í Genesis er að eignast afkvœmi, eftir-
komendur. Þekkja það margir að bamalán er lífsins stærsta gæfa.
í lögum um sabbatsár og fagnaðarár (í 3. Mósebók) segir að hvíla skuli
akrana og víngarðana sjöunda hvert ár. Nú til dags væri það nefnt vöm
gegn offramleiðslu. Með öðmm orðum, blessunin er frjósemi akranna. Við
gætum sagt: Blessunin er gjöful fískimið og skynsamlega ræktað land.
Hamingjan er því fólgin í farsælu lífi hverdagsins, eða eins og Job lýsir
þeim sem njóta hamingjunnar: „Hús þeirra eru óhult og óttalaus. Boli
þeirra kelfir og kemur að gagni, kýr þeirra ber og lætur ekki kálfi. Þeir
hleypa út bömum sínum eins og lambahjörð, og smásveinar þeirra hoppa
og leika sér. Þeir syngja hátt undir með bumbum og gígjum og gleðjast við
hljóm hjarðpípunnar.“8 — Þetta mundum við nú til dags segja dæmi þess
að stjómvöld ættu með aðgerðarleysi sínu að leyfa fólki að njóta lífsins í
friði, en þau skyldu með aðgerðum sínum stuðla að efnalegu öryggi, svo að
menn geti unnið og starfað óhultir.
Lífið er hið ferska, hreyfanlega, — andstæða kyrrstæðunnar. „Lifandi
vatn“ er ferskt, rennandi vatn. í Orðskviðunum (3.17n) segir um spekina að
hún sé lífstré þeim sem grípur hana.9 Og sá sem heldur lífsins lög mun
hljóta líf og blessun, þ.e. hamingju (5M 30).
Lífsskoðun Gamla testamentisins byggir á lífrœnum skilningi, lífsgildi
þess em hið heilbrigða mannlíf sem nær að njóta krafta sinna, sem í því
búa. Hamingjan er fólgin í gróðri jarðar og þeim gæðum sem fram spretta
úr frjórri jörð, er flýtur í víni og mjólk, og frjósamri ætt í fjölskyldu og
kynþætti.
8 Að vísu er mynd þessi (Jb 21.9-12) dregin upp í neikvæðu samhengi. En það
breytir engu um hugsjón hamingjunnar, í hverju hún er fólgin.
9 H. Ringgren, hym, Theologisches Wörterbuch zum Alten Testament.
162