Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 61
Ný kirkjuleg guðfræði
vígstaða hins gamla rétttrúnaðar í biblíuskýringu er ekki hæf lengur. Enda
byggjast hin jákvæðu biblíufræði nútíma guðfræðinga gagngert á vísinda-
legum niðurstöðum hinna „krítísku” biblíufræða, bæði um sögu biblíutext-
ans og trúarfyrirbæranna. Og raunar er þetta engin nauðungarafstaða. Þessi
„krítísku” biblíuvísindi, sem um aldamótin voru að mestu afskiptalaus, ef
ekki neikvæð, í afstöðu sinni til hins kirkjulega gildis ritningarinnar, hafa
einmitt á síðari árum gert það kleift að skoða ritninguna í fersku ljósi og
hafa þannig beinlínis verið meðvirk um það, sem kalla mætti endur-
uppgötvun Biblíunnar í kirkjulífi og guðfrœði samtímans.
Vandi vestrænnar menningar í dag er skýrgreindur af nútíma-guðfræð-
ingum sem vandi hins hrömandi þjóðfélagslífs. Undirstaða hins vestræna
þjóðfélags, hinn sameiginlegi menningararfur og hið sameiginlega siðgæð-
ismat, er tekin að blása upp fyrir ágangi annarlegra vinda efnishyggjunnar
og afstæðiskenningar í siðrænum efnum. Vestrænt þjóðfélag í dag — og
sér í lagi í landi vom, landi hinna hröðu þjóðfélagsbyltinga — er á sumum
sviðum sem rof eða barð, þar sem blásinn er burt jarðvegurinn undan
sverðinum. Jafnframt lækkar landið og flest út. Menn benda á arf Evrópu,
sem er siðrænn menningararfur, gmndvallaður á leifð vesturkirkjunnar.
Enn benda menn á uppflosnun samstöðunnar um að það sem sameinað hef-
ir hverja þjóð, benda á rótleysi og los — riðlun fylkinganna. Allt þetta rek-
ur sínar orsakir til breyttra þjóðfélagshátta og leitar manna að nýjum form-
um í samfélagsháttum, nýrri þungamiðju í lífi einstaklingsins. Guðfræðina
skiptir þetta jafnmiklu og allt mannlegt. Hún beinir því gagnrýni sinni að
þjóðfélagi nútímans og leitar lausnar vandans.
Hinir hugsæju uppistöðuþræðir í þjóðfélagshugsjón ritningarinnar em
margir, en allir af sama toga spunnir. Öndvegishugtök þjóðfélagshugsjónar-
innar í Gamla testamentinu, sem Nýja testamentið byggir á, em jafnvægið
milli afla þjóðfélagsins, lífrænan, sjálfssamkvæmið, sjálfsfullnægjan, lán,
hamingja og heill hvers og eins, en í fullum trúnaði við skyldur sam-
ábyrgðarinnar. Það er eitthvað þessu líkt sem hin hebresku hugtök merkja,
hugtökin friður, líf, réttlæti, blessun. Flest þeirra em að sjálfsögðu sam-
semítísk og beinast að lífrænum (organískum) og kraftfullum (dýnamísk-
um) lífs- og þjóðfélagsskilningi. En þau hefjast yfir umhverfi sitt með
bræðraþjóðunum um meginskilninginn: eiginhagsmunir einstaklinganna og
þjóðarheildarinnar em undirorpnir æðra takmarki, eiga undir hærri dómstól
að sækja. Það er réttlæti Guðs, takmark Guðs til hamingju og heilla fyrir
alla menn sem hver lífstjáning einstaklings og þjóðarheildar verður að lúta.
Hver einstaklingur er samábyrgur um heill náunga síns. Spumingarinnar:
59