Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 59
Ný kirkjuleg guðfræði
Þannig má segja, að trúarbragðasögulegu rannsóknimar hafi lagt drjúg-
an skerf til túlkunarfræði (hermeneutík) biblíuritanna sem er svo ofarlega á
baugi í hinum guðfræðilega heimi í dag. Gerðist það með þeim hætti, að
tengsl Biblíunnar við „kirkjuna” (þ.e. trúarsamfélag Fom-Hebrea og fram-
kristnina) urðu ljós. Ritningin var sprottin af „kirkjunni”, lífi hennar í guðs-
þjónustu, dómstarfi, þjóðskipan, stjómmálum, atvinnulífi. Hún var mnnin
úr hinum fjölskrúðuga jarðvegi mannlífs á öllum sviðum þess; ekkert undan
dregið. Næsta skrefið var skammt framundan: Ritningin verður ekki skilin
nema það verði innan þessa sama trúfélags, sem hún er mnnin af. Og þar
með tóku hjólin að snúast með auknum hraða í túlkunarfræðinni. Hin
kirkjulega exegese eða ritskýring var fullsköpuð. Eins og ritningin var vax-
in úr jarðvegi hinnar fomu kirkju Hebrea og Gyðinga og hinnar nýju,
kristninnar, og eins og hún varð ekki skilin til hlítar nema innan þess trúar-
samfélags sem hana skóp og við baksvið þess að fomu og nýju, þannig
höfðu textamir ekki rekið erindi sitt til fullnustu fyrr en þeim hafði verið
leyft að tala til manna trúarsamfélagsins foma og nýja og að varpa ljósi
sínu á hin sömu svið lífsins og þeim var í öndverðu ætlað. Stefin, minnin,
sem ritningin er full af, em um verk Guðs meðal manna, hjálp Guðs í nauð-
um og hættum, um rétt og réttlæti, um hið „góða líf ’ og afneitun þess, um
friðinn og elskuna í samskiptum manna og um fráfall manna frá þeirri hug-
sjón fullkomins mannlífs í heilindum og trúfesti, sem Guð bauð. Stefið
mikla er hjálpræðisverk Guðs í fortíð, nútíð og framtíð og fyrirmyndin, sem
býður eftirfylgd og lærisveins líf. Þessi stef em sístæð. Þau em sístæð í
þeim skilningi einmitt, að þetta nýja líf, sem þau boða, höfðar til mannsins
í dag; þess manns sem er lifandi grein á meiði þessa ævafoma trúarsamfé-
lags. Og stefin em sístæð í þeim skilningi einnig (og gildir þetta um Gamla
testamentið í enn ríkar mæli en um hið nýja), að þau fjalla um líf mannsins
allt á öllum sviðum mannlífs: þjóðfélagsleg rangindi eða réttlæti, trúfesti
einstaklingsins eða brigð í samfélagsháttum, efnahagslegt réttlæti eða rang-
læti, heilindi í stjómmálum eða óheilindi, samfélagsábyrgð eða ábyrgðar-
leysi, og svo mætti lengi telja. En um allt þetta gildir, að vinnuaðferðir
túlkunarfræðinnar miðist við að heimfæra og staðfæra, þar sem tímar em
aðrir og aðstæður breyttar. — Hér hefir þá vinnan með textana kórónast af
því, sem er hið eiginlega markmið: að láta textann tala til manna trúarsam-
félagsins á líðandi stund. Og emm vér þá komnir um langan veg um ein-
hliða fomfræðilega skoðun textanna til hinnar kirkjulegu exegese nútímans.
Hún byggir á vísindalegum niðurstöðum og biblíukrítík, en leitast hins
vegar við að leiða fram rödd textans til vor í dag — sem Guðs Orð til vor
57