Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 230
Þórir Kr. Þórðarson
að hlýða á ávörp hans og stuttar ræður. Ég man enn þann unað og þá
öryggiskennd er fyllti sál mína við sálminn Ó, vef mig vœngjum þínum,
sem sunginn var á hverju kvöldi:
Ó, vef mig vængjum þínum
til vemdar, Jesú, hér,
og ljúfa hvfld mér ljáðu,
þótt lánið breyti sér.
Vert þú mér allt í öllu,
mín einka speki og ráð,
og lát um lífs míns daga
mig lifa' af hreinni náð.
Þennan sálm, sem er eftir Linu Sandell, þýddi Magnús snemma á ferli
sínum, sagði mér Ástráður Sigursteindórsson (11.3.90). Hann birtist fyrst í
Bjarma 1938.
Sálmurinn hefur aðeins eitt að segja; öryggið í forsjá Guðs. Ekkert er
mikilvægara en að leyfa bömum og unglingum að upplifa það trúnaðar-
traust fyrir svefninn sem kvöldbænin vekur. Það getur skipt sköpum síðar í
lífinu, að hafa komist í snertingu við Hinn heilaga og vita að hjá Honum er
hjálp að finna.
Svo komu stríðsárin. Séra Friðrik var í Danmörku og Magnús Runólfs-
son varð aðalframkvæmdastjóri KFUM, síðar ásamt Ástráði Sigur-
steindórssyni, cand. theol. Frá þessum árum, er hið vitsmunalega líf miit
var orðið ríkjandi, minnist ég með sérstöku þakklæti bibííulestra Magnúsar
og prédikana. Á biblíulestrunum lásum við aðallega Pálsbréfin, og upp-
götvaði ég þá hina rökföstu og kerfisbundnu túlkun Magnúsar á kenningu
Páls sem hefur búið hjá mér æ síðan. í prédikunum sínum lagði hann sínar
sterku áherslur á lútherska og kirkjulega kenningu sem myndar vissan
mótpól við hina einstaklingsbundnu trúargerð norskrar vakningahreyfingar
sem nú varð æ sterkari í KFUM, í fullu samræmi samt bæði við óskir séra
Friðriks (því veitti ég athygli mörgum árum síðar) og stefnu Magnúsar
Runólfssonar, sem fór sjálfur til náms við Safnaðarháskólann í Osló að
loknu kandídatsprófi og hlýddi þar á sinn mikla læriföður prófessor
Hallesby.
228