Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 107
í leit að lífsstíl
Á svipaðan hátt láta ritningar helgar sig varða samlíf manna í þjóð-
félagi, söfnuði, hvort heldur er í sáttmálstextum eða prédikun spámanna.
En á veraldarvísu er þessi hugmynd um ábyrgð og samábyrgð manna í
þjóðfélagi uppspretta siðgæðis í samskiptum við annað fólk.
c. Dýpst ristir þriðja vitundin; að allt líf manna skuli vera í einhvers konar
samhljóman við heild alls lífs, allt líf í öllum geimum og veröldum, við
sjálft Lífið. Þessari vitund og þessum vilja er lýst í bókmenntum heimsins
og í trúarbrögðunum á hinn fjölskrúðugasta hátt í myndum og með táknum.
Mannkyn allt, frá örófi alda, hefur þráð þennan samhljóm, leitað að honum,
reynt að „ná laginu“ í söng sólkerfanna, reynt að stilla sig inn á bylgjulengd
sjálfrar lífsuppsprettunnar. í þessari vitund hefur maðurinn náð dýpst í
skynjun sinni. Þótt í þoku sé, skyggnist hann niður í undirdjúp hinstu
leyndardóma lífsins í þessari leit, í þessari þrá eftir hinu algilda. í listinni
reynir hann „að nálgast fullkomnun þess sem stendur við dyr hins hinsta“
(Guðbergur Bergsson um Karl Kvaran). Og það sem mannkynið hefur séð í
þessum leyndardómsdjúpum er hinsta sönnun þess að guðdómur er til, að
guðdómur er og að verun hans er grundvöllur alls sem er. Allt sem er, er
aðeins í Hinni hinstu verun, sem er forsenda verunar mannsins og listanna.
Segja mætti að þessar staðreyndir séu sönnun þess að rannsókn trúarbragða
sé heiminum lífsspursmál.
Þegar menn hafa náð þessari skynjun, þessari vitund, hafa þeir loks
öðlast hinn eina fullkomna grundvöll siðgæðis. Sá lífsstíll sem grundvallast
á þessum leyndardómi er í samhljóman við „stíl” og innviðu alls lífs,
lífrænuna, góðleikann, hinn skapandi anda. Hér hefur hrynjandi mannlífs
loks náð því að vera í takt við hrynjandi Lífsins.
2. Tvær andstæður sem eru samstæður
a. Paideia
Hinn kyrrláti, íhuguli lífsstíll leitar hins fagra og góða, stuðlar að jafnvægi
og vellíðan, leiðir til vellíðanar og farsældar, til velgengni í lífinu. Þessi var
hugarsýn uppeldis meðal Grikkja. Þeir nefndu það „paideia“ er varðaði
uppeldi og menntun bama og ungmenna. Sami lífsstfll nefndist „speki“
(hokma) meðal Hebrea, og Konungsskuggsjá er íslenskt dæmi um svipaða
viðleitni. Af gríska orðinu er heiti uppeldisfræðanna dregið (pedagogik).
Starf skólanna og allt jákvætt æskulýðsstarf stefnir að þessu marki. Lífs-
stfllinn miðar við dyggðir hófsemi, iðni, sjálfsögunar og alls þess sem gott
105