Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 54
Þórir Kr. Þórðarson
Fyrirgefningin
Eitt af því sem stendur næst rótum allrar hugsunar í helgum bókum er sú
afstaða milli manna og milli Guðs og manna sem markast af hugtakinu
fyrirgefning. Raunhæf skoðun mannlegs lífs gerir beinlínis ráð fyrir því að
meðal hrösulla manna verði einatt ófriður, illdeilur, misklíð, sáttrof og ill
verk. Menn verða sekir um illsku hver gagnvart öðrum og gagnvart Guði.
Þessi raunhæfa skoðun styðst við reynslu jafngamla mannkyni. í uppeldi
bama verður þessi vitund um hið raunverulega eðli lífsins að koma fram
með þeim hætti, að menn verði ekkifurðu lostnir, efbamið gerir eitthvað
afsér. Jafnvel meðal bama er illskan og eigingimin partur af „náttúrlegu”
lífi. En jafn mikilvægt er það, að andrúmsloft friðþægingar og fyrir-
gefningar ríki. Að fyrirgefningin sé lífsstíll á borð við andrúmsloftið sem
menn anda að sér.
í dæmisögum Jesú og fjölmörgum köflum öðmm í ritningum helgum,
er um þetta efni fjallað frá öllum hliðum. Þetta er eins og gmnntónn í
Biblíunni og ætti að vera í kristinni kenningu og lífi. Það væri fásinna að
ætla að gera þessu efni skil hér, einhverju hinu stærsta í samanlagðri
guðfræðinni. Að „friðþægja” er að koma á friði, og fyrirgefning er
forsenda alls, hún er það „andrúmsloft” er mótar alla vitund um mannleg
samskipti. En fyrirgefning hefur að forsendu sinni iðmn, að játa bresti sína,
ganga í sjálfan sig, auðmýkja sjálfan sig fyrir þeirri staðreynd, að rangt hafi
verið gert. Þetta er þungt skref, því að „sæmdin” er ríkur þáttur í sálarlífi
hver bams, jafnt sem fullorðins. Og þá er það oft ekki léttari þraut að veita
fyrirgefningu, að láta af þeirri tilhneigingu sem allir menn hafa, að ná fram
hefnd um, að halda fram sæmd sinni. — Hér hvílir að baki kristin
„sálarfræði” sem er í því fólgin að skoða menn og bam sem þátt í samneyti
einstaklinga er stefnir að friði og jafnvægi, kærleika og skilningi, m.ö.o.
heilbrigðum samfélagsháttum í bamahópnum. Einstaklingnum er þannig
búinn „rammi”, skynsamleg mörk, umgerð utan um líf hans, sem er
samfélag og ábyrgð, en innan þessara marka er einstaklingurinn frjáls.
Frelsið
Annað kristið meginhugtak er frelsið. Til frelsis frelsaði Kristur oss.
Sannleikurinn mun gera yður fijálsa. Og svo mætti lengi telja.
„Frelsi Guðs” er ákaflega mikilvægt hugtak. Hann hefur frelsi til þess
að „miskunna þeim sem hann vill miskunna”. Hann er ekki bundinn af
52