Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 179
„Djöfullinn kann Biblíuna líka utanað”
Af tvennu illu vil ég það sem nú er. Hvort sem okkur líkar betur eða
verr, er hafið í kringum okkur fullt af vígbúnaði, mörgum megatonnum.
Hemaðarleg lega landsins er þannig. Þetta er óumflýjanlegt. Eina friðar-
vonin núna er að raska ekki því jafnvægi sem fundist hefur eftir öldurót
liðinna áratuga. í allri sögu, allt frá Babýloníumönnum, er valdajafnvægi
eina friðarvonin. Við megum ekki gera sömu skyssuna og Begin. Jafnvægi
ríkti, þrátt fyrir allt, þótt tæpt væri, milli Araba og Gyðinga, einnig eftir
hemám vesturbakkans, og Arabar áttu viss svæði, engir Gyðingar vom t.d.
í Hebron eða í námunda. En Begin rauf þetta jafnvægi, og hver er árangur-
inn? Eilíf átök og morð, seinast nú um daginn. Ef við segjum upp samstarf-
inu við Norðmenn, Breta, Bandaríkjamenn o.fl. um eftirlitsstöð hér, rjúfum
við jafnvægið. Vatn leitar þangað sem undan hallar og loft inn í lofttómt
rúm, og hingað mundu sækja hervöld sem sæju sér leik á borði. Rússar
hafa ekki aðgang að sjó, við skiljum þá, við verðum að skilja aðrar þjóðir
„innan frá”, frá þeirra sjónarhóli. Það var þess vegna sem ég skrifaði grein-
ina um innrásina í Tékkóslóvakíu um árið og réttlætti gerðir Rússa, þar
sem frá herfræðilegu sjónarmiði er útilokað að yfirgefa það land. Sá sem
heldur Tékkóslóvakíu heldur Mið-Evrópu. Og menn héldu auðvitað að ég
væri genginn af göflunum!
Mín kenning er sú að við eigum að lána Nató þetta landsvæði sem þeir
hafa, en við eigum ekki að lána þeim sálina. Það er tilgangslaust að vera
hlutlaus þjóð án hers, en við eigum að varðveita andlegt hlutleysi. Þótt við
lánum land undir eftirlitsstöð erum við ekki bandamenn Natóríkjanna í
átökum þeirra við Ráðstjómarríkin. Mér fannst að við heimsókn Bush
væm ýmsar yfirlýsingar algert hneyksli. Ég hafði á tilfinningunni að hann
færi heim með þann boðskap að við væmm bandamenn í stríði. Hann og
núverandi ríkisstjóm þar vestra sjá allan heiminn í svörtu og hvítu. Það er
þeirra mál, við getum ekki blandað okkur í slíkt. Við viljum varðveita vin-
áttu við allar þjóðir meðan stætt er.
Bandaríkjamenn virða slíka afstöðu, þótt hún sé mótstæðileg þeirra
stjómmálum. Þeir hata styrjaldir, em bísnessmenn í alþjóðaviðskiptum.
Þeir geta ekki framleitt bfla nema með því að fá króm og nikkel frá öðmm
þjóðum. En þeir virða rétt vinaþjóða sinna, vænta þess raunar að menn
standi fast á sínu, eins og gerist í viðskiptasamningum”.
177