Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 119
Innviðir hugsunarinnar í Fjórða Ebed Jahveh kvæðinu
eins og rótarsproti úr þurri jörð.
Hann hafði ekkert „form” (engin mynd var á honum),
engan virðuleika (glæsibrag),
að okkur dytti í hug að líta við honum,
og ekkert (slíkt) útlit (þ.e. enga fegurð),
að við gætum laðast að honum.
3.V. Hann var fyrirlitinn, og menn forðuðust hann (: við forð.),
(hann var) maður þjáninga, og kvölina þekkti hann,
(hann var) eins og maður sem menn hylja andlitið fyrir,
hann var fyrirlitinn, og við mátum hann einskisverðan.
Þetta var fyrri hluti fyrstu „vér-ræðunnar”, er lýsir því sem áður var, og á
eftir honum kemur síðari hlutinn, sem lýsir því, hvemig þeir litu á málin
eftir „viðsnúninginn”, eftir að runnið hafði upp ljós fyrir þeim (53.4a):
53.4a en (aftur á móti) það var hann sem bar þjáningar vorar,
hann klyfjaði sig hryggðum vorum.
Nú er lokið fyrstu „vér-ræðunni”, er lýsti fyrst, hversu við fyrirlitum hann,
og síðan hvemig við sáum, hver hann var í raun og vem, er augu vor lukust
upp, svo að vér bámm kennsl á hann (sbr. Emmaus). (En gætum vel að því,
síðari hluti 4. versins (4b) er bundinn hinum fyrri (4a) sterkum böndum,
þar sem sömu hebresku orðin koma fyrir í báðum hlutum versins og binda
þá saman).
Nú hefst önnur „vér-ræðan”, og eins og sú fyrsta byrjar hún á því að
lýsa því sem menn höfðu haldið um Hann áður: 53.4b-5:
v.4b Við mátum hann svo, að hann væri sleginn (lostinn),
lostinn af Guði og bugaður (mæddur),
Og síðan greina „þeir” frá því, hver raunvemleikinn var, er við þeim blasti,
eftir að „umsnúningurinn” átti sér stað, eftir að augu þeirra höfðu lokist
upp:
V.5 en það var hann, sem var gegnumstunginn vegna vorra synda,
117