Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 76
Þórir Kr. Þórðarson
En hvaðan kemur okkur sú vitneskja að kristin trú sé þessa eðlis? Að
hún sé einhvers konar vísindalegt bólusetningarefni sem menn geti notað
gegn vafamálum af fyllsta öryggi eftir forskrift, án nokkurrar persónulegrar
ábyrgðar (sem ætíð hefur álitamál og vafaefni í för með sér) og án þess að
þurfa að taka frjálsa eigin afstöðu í hverju máli í ljósi andans, sem er eins
og vindurinn sem blœs hvert hann vill?
Vissulega er slík vitneskja ekki úr Biblíunni. Þvert á móti.
í 5. Mósebók, Devteronómíum, 18. kapítula, er spurt spumingar
nútímans: Hvemig get ég öðlast fullvissu um það hvað Guð vill? Svarið er:
Eftir á.
Þar (21.v). er spurt: Hvemig fáum við þekkt úr [ræðu falsks spámanns]
þau orð sem Drottinn hefur ekki talað? Og svarið er: Þegar spámaður talar í
nafni Drottins og það rætist eigi, þá em það orð sem Drottinn hefur eigi
talað. Svarið er því þetta: Þið verðið að bíða og sjá og leggja mat á.
Hér er frelsið það andrúmsloft þar sem mannlegt líf dregur anda eða
deyr ella. (Um þetta má lesa nánar í ritgerð minni, sem áður var getið).
í ritningunum sjáum við líf í frelsi og ábyrgð. Litríkt, listrænt,
músíkalskt, dramatískt líf. Lífsuppsprettan er nærvist Guðs í sögunni sem
skapandi, leysandi, frelsandi afl og vit, og sem lífgandi andi. Þetta líf er
rannsakað í guðfræðinni og haldið heilagt í kirkjunni. Þegar þetta líf og
þessi andi fá að njóta hins kristna frelsis, hverfa vafaflækjur og tvímæli
ungs fólks sem dögg fyrir sólu réttlætisins sem mun upp renna með
græðslu undir vængjum sínum.
Biblían sem bókmenntir
Hið fagurfræðilega viðhorf í rannsókn ritninganna dregur fram í dagsljósið
þetta frelsi andans og líf litanna í andstæðum ljóss og skugga. Það sjónar-
mið sýnir drama viðburðanna í baráttu ástar og haturs, siðlegrar hæfni og
mannlegs veikleika. Það birtir mannlegan veruleika og mannlegan veik-
leika eins og hann er á öllum öldum og lýsir honum í ljósi eilífra sanninda.
Hið heilaga orð arkarinnar og hinnar helgu máltíðar er nærvist Guðs meðal
manna, er öllu breytir.
Nærri allt efni fræðibóka og skýringarita um Gamla testamentið er
annars eðlis. Það er að mestu söguleg rannsókn, sögurýni (historisch-
74