Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 53
Lífsgildin og bömin
bamið þátttakandi í slíku lífi, þegar það gleðst við að búa eitthvað til, gefa
þvíform og líf sem var áður lífvana og formlaust.
Endurlausnin
„Endurlausn” er mikið og þungt trúfræðilegt hugtak sem er hlaðið
merkingu, jafnt úr fomeskju sem úr nútíma, og snertir við rótum allrar
mannlegrar tilvem. Endurlausn merkir lausn undan því sem fjötrar, heftir,
bælir, tefur, deyðir, myrkvar. í kristinni trú em „sköpun” og „endurlausn”
tvö hugtök sem tákna eitt og hið sama, frá tveimur sjónarhomum séð. í
sköpun sinni hvem dag leysir Guð „óskapnaðinn” undan formleysinu og
gefur líf og gleði. í hinni nýju sköpun í Kristi leysir Guð manninn undan
hinni köldu hendi dauðans í einkalífí, í daglegri önn, í félagslegu samlífi
manna. Hann gefur líf, von, gleði, þrótt, kjark og framsækni til fegurra lífs,
til fullnægju lífsins. Þessi er merkingin sem býr í krossdauða og upprisu
Drottins. Bamið, ekki síst á yngstu árum, lifir þessi tvö hvel tilverunnar,
leiðindi og ama annars vegar og gleðileikann hins vegar. Það er
uppeldishlutverk í sjálfu sér „að kenna baminu, að leiðindin tilheyra
daglegum kjömm manna” (Bryndís Zoega), þau em skugginn í mynd
lífsins, og stundum emm við í skugganum. Oft þarf að þreyja, þótt vald
skuggans sé mikið, því að ljósið skín framundan. Og leikur og skapandi
starf hrekur burt depurðina. „Að hafa ofanaf fyrir barninu” er jákvætt
hlutverk, en það verður neikvætt, ef það leiðir til þess að bamið kynnist
ekki mun skugga og birtu, það er blekkt til að halda, að engin endurlausn
sé til; lífið sé dans á rósum og það sé ónáttúrlegt og óeðlilegt ástand, að
manni geti nokkum tíman leiðst. — Krossinn og upprisan em þessar tvær
andstæður. Á krossinum tók Kristur á sig mannleg kjör. Hann afneitaði
ekki þessum kjömm, heldur gekk hann inn í skuggatilvemna sem markast
af hinum neikvæðu þáttum allrar tilveru. En hann hélt frá krossinum til
upprisunnar og braut okkur þannig leið úr myrkrinu til ljóssins.
Það er nauðsynlegt, að böm alist upp í slíku andrúmslofti endur-
lausnarinnar; að þau fái frið til að upplifa hinar raunverulegu hliðar
lífsins, skuggann og birtuna, og læri að gleðjast við birtuna, afþví að hún
hrekur burt myrkrið í skapandi og endurleysandi starfi leiks og jákvæðra
samskipta við önnur böm og við fullorðna.
51
L