Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 77
Um skilning á Biblíunnui
kritisch umfjöllun), hvort heldur er í sagnfræði eða málfræði. Það er að
vísu satt og rétt að undirstaða skilningsins er að kanna hvað textamir segja
sinni samtíð og hver samtíð þeirra er. Og sögurýnin í sagnfræði og
málfræði reynir að komast til botns í því hvemig textamir hafa þróast, hver
er saga þeirra. Allt er þetta nauðsynleg forþekking. En fleira þarf að
rannsaka. Ég tek undir það sem Erik S0nderholm talar um í Griplu VI
(1984) er hann andmælir einhliða sögulegri aðferð í íslenskum fræðum.
Hann nefnir aðferðina, sem hann mælir í gegn, málfræðileg samanburðar-
fræði, filologisk-komparativ metode. Nærri allar bækur í gamlatestamentis-
fræðum frá fyrri hluta þessarar aldar em mótaðar af þessari aðferð. Þegar
ég les t.d. Gunkel (1862-1932), sem var einn hinna fremstu fræðimanna
heims í gamlatestamentisfræðum, finnst mér hryggilegt að hann skuli ekki í
ríkari mæli hafa leyft þekkingu sinni á þýskum bókmenntum, sem vafalaust
hefur verið djúp og rík, að vekja hjá sér spumingar um bókmenntalegt líf
textanna og beita rannsóknum sínum við að svara þeim spumingum.
Nútíminn vill í síauknum mæli rannsaka bækur Gamla testamentisins fyrst
og fremst með það í huga sem Erik Spnderholm nefnir „tjáningu raunvem-
legrar, persónulegrar reynslu og lífsskoðunar” udtrykfor aktuelle, person-
lige oplevelser, en livsopfattelse. Ég tel nú sem fyrr að leggja þurfi megin-
áherslu á þessa þætti rannsóknarinnar. Og raunar hafa þeir verið í brenni-
depli hér við deildina undanfama áratugi en em á síðustu ámm komnir á
dagskrá víða um heim.2
Þegar lokið er sögurýninni, er það hlutverk ritskýrandans að rannsaka
þá lífsskoðun sem í textanum felst. Og þar sem lífsskoðun kemur aðeins í
ljós við samanburð á lífsskoðun lesandans (en uppgötvast ekki í tómarúmi),
er það lokaverkefni ritskýringarinnar að túlka textann, þ.e. rannsaka hann í
ljósi lífsskoðunar samtíma lesandans (hermeneutik ). Talar textinn þá til
hans.
Við megum sem sé ekki gleyma því að ritningamar em bókmenntir og
að bókmenntir em á sviði listar, og öll list er táknræn. Hún skírskotar til
einhvers annars um leið og hún er tákn um sjálfa sig.
2 Sbr. L. Alonso Schökel, „Trends: Plurality of Methods, Priority of Issues.“
Congress Volume Jerusalem 1986, J.A. Emerton ed. (Supplements to Vetus Testa-
mentum, vol. XL.) Leiden: E.J. Brill, 1988, bls. 285-292.
75