Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 67
Ný kirkjuleg guðfræði
handa .. . sem skipuleggja og byggja upp þjóðfélögin víðsvegar um heim-
inn.“2 Hið ábyrga þjóðfélag er kristin hugsun; það er með nokkrum hætti
framhald lífs Krists fyrir meðbræðuma, er hann gaf sjálfan sig þeirra vegna;
það er „tjáning réttlætis Guðs í Kristi, verks Guðs í heiminum;... Það tjáir
sig í beinum athöfnum réttar og réttlætis.”3
En vandi Evrópu liggur enn dýpra. Hann hefir verið skýrgreindur þann-
ig, að þótt fagna beri hinni öru efnahagsþróun og hinni bættu afkomu land-
anna, sé frelsi mannsins ekki borgið. Menn hafa bent á, að vandamálin
verði ekki leyst með markaðsbandalögum einum; það skipti miklu, í hvaða
anda er unnið. Hinu nýja þjóðfélagi Evrópu er í æ ríkara mæli stýrt af sér-
fræðingum í efnahagsmálum og framleiðsluháttum; eins konar technokratí
er í uppsiglingu. Þjónar þetta kerfi manninum, eða liggur sú hætta við
borð, að maðurinn þjóni ejhahagskerfinul spyrja menn.4 Frá kirkjunnar
sjónarmiði er það afdráttarlaust fagnaðarefni, að efnahagur þjóða og
einstaklinga rýmkast; en jafnframt er á það bent, að sé aðgát ekki höfð, gæti
svo farið í skrifstofuveldi hinnar iðnvæddu Evrópu, að maðurinn verði und-
ir.5 Efnahagsáætlanir þurfa því að innbyrða félagsleg lögmál og mannleg
sjónarmið. Og um þennan þátt málsins er ábyrgð kirkjunnar mikil. Hún
skoðar það þjónustuskyldu sína að minna á hin sístæðu mannlegu verðmæti,
hið lífræna, organíska þjóðfélagshugtak ritningarinnar og staðfærslu þess á
þjóðfélag nútímans.
En kirkjan þarf jafnframt og kannski fyrst og fremst að gjöra hreint fyrir
eigin dyrum. Er núverandi kirkjuskipan til þess fallin að fóstra hið lífræna
samfélagslíf manna? er spurt. Gera núverandi stjómhættir kirkjunnar það
kleift, að í samfélagi — félagslífi — kirkjunnar blómgist hið endumýjaða
mannlíf í sinni heilbrigðu mynd eins og til var stofnað, eða er „söfnuður-
2 C.C.West: The Concept „Responsible Society”: An Analysis and Some Questions.
Consultation on Responsible Society, June 6-11, 1960, Ecumenical-Institute-
Bossey, Switzerland, bls. 2.
3 Ibid., bls. 1.
4 Conference of Industrialists, May 13-15, 1960. Ecumenical Institute Bossey.
Report, bls. 2.
5 Ibid., bls. 2.
65