Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 217
Þórir Kr. Þórðarson
Síðustu árin með séra Friðriki
F. 25. maf 1868, d. 9. mars 1961
Til hinstu stundar naut séra Friðrik góðrar heilsu að tvennu undanskildu:
kölkun var svo mikil í fótum, að hann átti erfitt um gang, og sjónin
dapraðist smám saman, svo að hann varð að lokum alblindur.
Séra Friðrik þótti mjög gaman að fá sér ökuferð í bíl; fannst það
ævintýri — enda vanur að fara allt fótgangandi á yngri árum, m.a. á fundi
til Hafnarfjarðar og heim aftur. En bílferðir voru honum sú nautn, jafnvel
eftir að hann var orðinn blindur — en þá naut hann breytingarinnar — að
er ég fór eitt sinn með honum í leigubíl til Skjaldbergs að kaupa kaffi, lék
hann á als oddi eins og strákur sem fer í sína fyrstu ökuferð. Að lokinni
ökuferð kvaddi hann leigubílstjórann með mestu virktum eins og gamlan
vin og velgjörðarmann.
Það var einhverju sinni árið 1956, er heilsa hans var allmikið farin að
bila (á jólum árið áður var hann hjá okkur hjónum eitt kvöld og fékk þá
heilablæðingu, missti málið um hríð), að við fórum í bílferð. Barst talið að
heilsu hans, og sagði þá séra Friðrik: „Guð hefur verið mér svo góður um
ævina, að ég er bókstaflega hræddur við það. Það getur varla haldið svona
áfram!” — Og raunar átti hann ávallt góðri heilsu að fagna. Eitthvert
síðustu áranna fékk hann inflúensu (Þórður Möller yfirlæknir stundaði
hann og átti í hinum mestu brösum við að koma ofan í hann nokkrum
lyfjum). Það sinn lá séra Friðrik heilan dag í fyrsta sinn frá því fyrir
aldamót.
Þá sagði hann mér frá því, að í spönsku veikinni, er hann stundaði sjúka
eins og allir þeir sem uppistandandi voru gerðu þá, var hann nýbúinn að
vera hjá hjónum, sem bæði dóu á meðan hann var þar. Þegar hann kemur
heim, finnur hann á sér, að hann er að fá veikina. Tekur hann þá það til
bragðs, að hann hitar vatn, tekur síðan einn af þessum stóru kaffibollum
sínum (þeir voru keraldi líkari en bollum), fyllir bollann til hálfs með
1 Grein þessi birtist áður í: Man ég þann mann — Bókin um séra Friðrik, (Skuggsjá,
Rvk. 1968), bls. 257-263.
215