Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 52
Þórir Kr. Þórðarson
Og svo kemur annað til. Kristin kenning er boðskapur um Guð skapara
og endurlausnara, — um Guð sem leiðir fram allt líf og er lífið sjálft, og
um Guð sem leysir manninn undan þeim heljarböndum sjálfhverfrar
eigingimi og árásarhneigðar, sem hann er hnepptur í, eins og öll saga
styrjalda og átaka ber vott um.
Og þegar dýpst er skyggnst, þegar spurt er um hinsta og innsta kjama
kristinnar trúar, er hann trúin á hinn upprisna Drottin Jesúm Krist, sem
kemur til móts við mann og konu og bam, birtist sem lífgefandi kraftur er
sigrar dauðann og gefur líf í þessari veröld og hinni komandi. í þeim
skilningi er kristin trú á manninn. „Maðurinn” er hinn upphafni og
uppljómaði Kristur, sem hefur fengið dýrð sína af Föðumum, og dregur til
sín hinn jarðneska mann og gefur honum hlutdeild í dýrðarlífi sínu, lífi
kærleikans og vonarinnar og gleðinnar í samfélagi við sig. Maðurinn
verður sannur maður þá fyrst, er hann hefur sameinast Kristi í vitund sinni,
bæn og lífi öllu.
Hinn upprisni Kristur mætir manninum í kristinni guðsþjónustu. Þess
vegna er guðsþjónustan þýðingarmesta verk kristinna manna. En hún er
ekki fyrst og fremst sunnudagsguðsþjónusta safnaðarins. Kvöldbæn
bamsins og hins fullorðna, dagleg iðkun lesturs og bænar em undirstaða
þess, að sunnudagsguðsþjónustan sé rækt. En hún er hápunktur til-
beiðslunnar, þar sem söfnuður kristinna manna á samneyti um hinn mikla
leyndardóm lífs, dauða og upprisu Drottins í heilögu altarissakramenti.
— En hvemig ber að skylja þessa undirstöðuþætti kristinnar trúar út frá
spurningunni um uppeldisstarf, fóstmstörf, uppeldi bama á heimilum,
þroska þeirra og vellíðan?
Sköpunin
Samkvæmt kristinni trú er Guð það vit og afl og skapandi líf sem er upphaf
allra geima og heima. Allt líf geimanna stefnir til hans, hins æðsta
kærleika. Náttúmvísindalegar rannsóknir sýna aðeins hina „tæknilegu” hlið
á tilurð heimsins, en trúin sér merkinguna og tilganginn, sem í öllu lífi
felst, og játar, að það líf sé Guð, um leið og hann stendur utan þessa
náttúmlífs og endumýjar það. Öll skapandi athöfn, eintiig skapandi athöfn
bamsins íföndri, er því partur af Guðs skapandi lífi og gleði. Þar sem eðli
sköpunar Guðs er að breyta mglingi og óskapnaði í líf, form og gleði, er
50