Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 159
Þórir Kr. Þórðarson
Lífshamingjan
Inngangur
Þríar þjóðir
fálla þorp yfir
meyja Mögþrasis;
hamingjur einar
þærs í heimi eru,
þó þær með jötnum alask.
Svo segir í Vafþrúðnismálum.1 Þrír flokkar meyja nefnast hamingjur. Þær
falla yfir bústaði mannanna sem óska sér bama.
Hamingjumar vom heilladísir, örlagagyðjur, skapanomir sem vitjuðu
sérhvers nýfædds bams2 og sköpuðu því hamingju og gæfu.
Freyja var dís.3 Var hún árgyðja. Menn blótuðu hana til árs ogfriðar.
Hún stuðlaði að frjósemi náttúmnnar og fjölskyldunnar. Var hún blótuð á
hinum miklu blóthátíðum fomkonunganna í Uppsölum, er hétu dísarblót.
Fornþjóðir stunduðu margs konar galdur og helgisiði sem tryggja
skyldu hamingjuna, gæfuna stuðla að friði og farsœld manna og dýra. Víða
lifðu menn skammt frá sultarmörkum, og því stefndu siðir þessir og
athafnir að hamingjunni sem var efling frjómagns jarðar og frjósemi
kvenna og hjarða. Allt var miðað við að komast af. Og lög samfélagsins
áttu sér þessa sömu stoð í þörf ættbálksins. Gæfan, hamingjan, var það að
lifa án sorgar, og líf samfélagsins skyldi endurspegla hrynjandi
náttúrunnar, frjósemi hennar og jafnvœgi.
1 Sœmundar-edda: Eddukvœði. Finnur Jónsson bjó til prentunar. Rvík: Sigurður
Kristjánsson, 1926,49. vísa.
2 Dr. theol. Sveinbjöm Egilsson, Lexicon poeticum antiquae linguae septentrionalis.
(Ordbog over det norsk-islandske skjaldesprog, oprindelig forfattet af Sveinbjöm
Egilsson, forpget og pány udgivet for det kongelige nordiske oldskriftselskab, 2.
Udgave, ved Finnur Jónsson). Kpbenhavn: S.L. Mpllers Bogtrykkeri, 1931.
3 Ólafur Briem, Vanir og cesir. Studia islandica, íslenzk fræði, 21, ritstjóri:
Steingnmur J. Þorsteinsson, Rvík: Menningarsjóður, 1963, bls. 29-38.