Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 68
Þórir Kr. Þórðarson
inn” sem hugtak og félagslegur veruleiki þurfandi endurskoðunar? Þessari
spumingu svara menn einatt játandi.6
Hið lífræna félagshugtak frelsisins er hornsteinn kirkjuhugtaksins. í
kirkjunni eru „lærðir” sem „leikir” samþegnar hinna heilögu og heimamenn
Guðs.
Hver og einn er ábyrgur þegn. Ábyrgð leggst á herðar hvers frjáls
manns. — Að því er spurt hvort skímin, inntakan í söfnuð Guðs, skuli veitt
án skilyrðis við foreldra, hvort ekki skuli krafist skuldbindandi heits for-
eldra og skímarvotta um fulla ábyrgð á kristnu uppeldi bamsins.7 Á það er
einnig bent, að hlutverk leikmanna í kirkjunni sé með réttum hætti það að
starfa að þjónustuhlutverki kirkjunnar í heiminum við hlið prestanna. Marg-
ar kirkjur nágrannalandanna starfrækja stofnanir, er vinna að þeim málum
með námskeiðum og þingum fyrir leikmenn og presta. Kemur þar til hinn
altæki kristindómsskilningur ritningarinnar, sem þröngvar mönnum til
ábyrgrar afstöðu til menningarmálanna.
*
Þegar litið er til þeirra meginefna, sem hér hafa verið reifuð — bæði í
fyrri parti þessarar ritgerðar og í síðari hlutanum — verður það, að hugurinn
leitar til þeirra vandamála sem við oss blasa. Kristnihald þjóðarinnar hefir
um of fengið á sig þann blæ að vera embættisverk embættismanna í stað
þess að vera lífstjáning lifandi safnaðar, vor allra. Þjóðlíf í voru kristna
landi skortir of mikið á það að hafa rétt og réttlæti að hymingarsteini til
þess að lifandi kirkja gæti þagað. í kristnu þjóðfélagi em tengsl ríkis og
kirkju eðlislæg (þótt þau tengsl geti verið með ýmsu móti). Ríkið lýtur
kristnum lögum; það er skuldbundið þjóðfélagsþegnunum um það að efla
kristnihaldið og stuðla að siðgæði og réttlæti í opinberri þjónustu, í með-
ferð opinberra mála og einkamála.
6 Sjá „Theological Discernment in Conditions of Social Change,” Course for
Theological Students, July 25-August 12, 1960. Ecumenical Institute-Bossey.
Report, bls. 6. — Sjá einnig „Church-Ministry-Priesthood of all Believers,” Course
for Pastors and Missionaries June 14-18, 1960. Ecumenical Institute-Bossey.
Report, bls. 3-5. Sbr. einnig T. Ralph Morton: The Iona Community Story.
London: 1959, bls. 79nn.
7 „Church-Ministry ...” bls. 4.
66