Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 91
Sagnaritun og söguskýring meðal Hebrea
Sjálfsagt má rekja öskulagið títtnefnda í sumum tilvikum til Filistea.
Síðastliðin 100 ár hafa textar Biblíunnar, sem fjalla um forsögu
hebresku ættkvíslanna, verið rannsakaðir ítarlega í ljósi þeirrar vitneskju
sem á hverjum tíma hefur fengist úr textum nágrannalandanna, sem eru
alltaf að finnast, og í ljósi fomleifarannsókna, sem em orðnar geypilegar.
Slíku rannsóknastarfi mætti líkja við leynilögreglurannsókn, þegar finna á
atburðarás á gmndvelli sáralítilla heimilda, sem gætu verið mannshár,
buxnatala og miði úr þvottahúsi, eins og menn þekkja úr leynilögreglu-
sögum. Skrifaðar hafa verið þúsundir rannsóknaritgerða og bóka um þessa
elstu tíma. Þótt margt sé á huldu og flest „úr fókus“ eins og á ljósmynd sem
ekki er skörp, em helstu drættir þessarar sögu samt býsna ljósir.
Það er til dæmis ljóst orðið, að „hinar tólf kynkvíslir ísraels“ vom ekki
til orðnar sem stjórnarfarsleg eining fyrr en eftir að ísrael var orðinn
bólfastur í Palestínu um 1200. Og það er einnig ljóst, að á svæðinu fyrir
sunnan Jerúsalem og suður undir Sínaí-óbyggðir bjuggu ýmsar ætt-
kvíslimar fyrir norðan, á miðhálendi Palestínu og í Galíleu. Enda kemur
það í Ijós í síðari sögu á tíma konunganna, að landið skiptist brátt eins og af
sjálfu sér í tvær heildir, annars vegar ættkvíslimar fyrir norðan Jerúsalem,
Efraím og Manasse, og Galfleuættflokkamir, og hins vegar Júda, fyrir
sunnan Jerúsalem, og það er ekki fyrr en á dögum Davíðs að Júda verður
til sem afmarkað landsvæði einnar ættkvíslar. — Og heimildir þær sem
menn byggja þessa túlkun á em einmitt varðveittar í Gamla testamentinu, í
Mósebókum og í Dómarabók. Sýnir það heimildagildi Gamla testa-
mentisins, að er við höfnum sögugildi landnámsfrásagnar Jósúabókar, sem
lýsir einni blóðugri herför, er það gert á gmndvelli heimilda í öðrum bók-
um Gamla testamentisins.
VI
Samkvæmt þekktri kenningu í þessum efnum hafa hebreskar kynkvíslir
sest að í Palestínu á óbyggðum og óræktuðum stöðum, einkum á 13. öld,
og búsetuþróun þessi náð yfir nokkrar aldir. Hinir aðfluttu hafi endmm og
sinnum lent í vopnuðum átökum við borgir landsins, en það hafi fremur
heyrt undantekningum til. í heild hafi landnámið verið friðsælt.
89