Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 136
Þórir Kr. Þórðarson
Önnur tilgáta er sú, að stofn sögunnar sé gömul sögn er skýrði hvemig
staður sá sem hér um ræðir hlaut nafn, og hafi hún verið heimfærð til
Abrahams.5 Þessi staður hefur verið fom helgistaður. En eins og fyrr sagði,
skortir rök til að rekja tilurðarsögu þessarar frásagnar. Hitt er víst, að hún
er ofin úr fomum minnum hinna margbrotnu patríarkasagna (höfuðfeðra-
sagna), sem áttu sér langan aldur.6
Kierkegaard
Danski heimspekingurinn Spren Kierkegaard, sem uppi var á síðustu öld,
lýsir á áhrifamikinn hátt þeirri miklu gátu sem kafli þessi er: Missti Abra-
ham trúna, er hann fékk boðin um að skera drenginn sinn á háls. Hann spyr
og ákvað að hlýða boðinu í blindni þótt þar með væri fyrirheit Guðs vegna
fæðingar ísaks úr sögunni?7 Slíkum og ýmsum öðmm spumingum, sem
Kierkegaard ber fram, er ókleift að svara, en þær varpa ljósi á dýpt sögunn-
ar og óræði.
— En hver er merking hennar?
5 Raunar var það löngu gleymt hver staðurinn var þegar sagan var skráð, þótt í 2Kro
3.1 tákni Móría Jerúsalem.
6 Þetta bera jafnvel skýringarrit úr „íhaldsamri” átt, kirkjulega talað, sbr. t.d.
innganginn í: F0rste Mosebok. En Kommentar, eftir A.J. Bjdrndalen o.fl.
[Gammeltestamentlig bibliotek, redigert av Magne Sæb0.] Oslo: Forlaget Land og
Kirke, 1973.
7 Frygt og Bceven: Dialektisk Lyrik af Johannes de Silentio (1843), í: S0ren
Kierkegaard, Samlede Vœrker, udg. af A.B. Drachmann, J.L. Heiberg og H.O.
Lange, Anden Udgave, Tredie Bind Kj0benhavn: Gyldendalske Boghandel,
Nordisk Forlag, 1921, bls. 65-187. Bók sfna byrjar Kierkegaard með því að tala um
útsölur: „Ikke blot í Handelens, men ogsaa i Ideernes Verden foranstalter vor Tid
ein Wircklicher Ausverkauf. Alt faaes for en saadan Spot-Priis, at det bliver et
Sp0rgsmaal, om der tilsidst er Nogen, der vil handle.” Með þessum léttleikans
orðum innleiðir Kierkegaard hina alvöruþrungnu rannsókn sína á þeim ógnum sem
raunveruleiki lífsins og þverstæða trúarinnar bjóða upp á (en ekki á útsölu!). Því
næst fjallar hann um söguna sjálfa (Abraham og ísak), og næstu kaflar heita m.a.
„Lovtale over Abraham” „Gives der en teleologisk Suspension af det Ethiske?”
„Gives der en absolut Pligt mod Gud?” o.s.frv. Og rennir lesandann grun í hvaða
tökum Kierkegaard tekur merkingu frásögunnar, enda er þverstæða trúarinnar
höfuðviðfangsefni hans.
134