Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 102
Þórir Kr. Þórðarson
Meðal Egypta var það áin Níl og árleg flóð hennar sem birtu hina
öruggu rás veraldar. Því voru angist og kvíði sem grunnform bókmennta
óþekkt með öllu. Babýloníumenn, aftur á móti, þekktu óvissuna sem staf-
aði af skyndilegum flóðum ánna sem gátu tortímt mönnum og skepnum, og
bókmenntir þeirra og rítúöl rúmuðu bænir gegn kvíða og angist. Heimur
Egyptanna var öruggur, og hringrás sólarguðsins var trygging fyrir veldi
konungsins, sem sjálfur var guð. Báðar þjóðimar litu á náttúruna sem birt-
ingarform guðdómsins.
Hebrear em einstæðir meðal þjóða hinna fomu Miðausturlanda um líf-
skoðun. Þeir sögðu skilið við þessar skoðanir eða vitund. Trú þeirra skilur
að náttúmna og guðdóminn. Guðdómurinn er afl og gildi sem er ofan og
utan lífs náttúmnnar. Þess vegna getur guðdómurinn gert siðrænar kröfur
til mannsins og þjóðfélagsins. Venjulega er sagt að Grikkir, einir fom-
þjóða, hafi sagt skilið við goðsögnina og leitt vísindin til vegs. En Hebrear
gerðu þetta með sínum hætti löngu á undan Grikkjum.
Gmndvallarvitund hebreskrar trúar er sú að Yahweh sé ekki í náttúr-
unni heldur yfir henni og utan hennar (transcendent). Hvorki sól né tungl
né himinn em guðlegar vemr eða goðmögn. Veröldin hefur því verið svift
goðmögnun sinni. Og þegar talað er um það sem mikilvægt verkefni nú-
tíma guðfræði að svifta burt goðsögn og heimsmynd fomþjóða (Entmyto-
logisierung, demythologizing), er það einmitt það sem hinir fomu Hebrear
gjörðu!
En eitt varð þó eftir af goðsögninni, og það er málfarið; hið Ijóðræna,
dramatíska, listræna málfar. Það er einmitt málfar Biblíunnar. — Það er í
þessum punkti sem rannsókn í guðfræði Gamla testamentisins á að byrja.
í fyrstu 10 kapítulum 1. Mósebókar er að finna foma heimsfræði. Hún
er um margt náskyld hugmyndum nágrannaþjóða um veröldina og mann-
inn. Slíkar hugmyndir em baksvið allra bóka Gamla testamentisins. En þær
fjalla samt um annað efni. Þegar til heildarinnar er litið er viðfangsefni
þeirra tilvist mannsins, átök hans við sjálfan sig, við samvisku sína, kröfu
réttlætisins. Jakobsglíma mannsins við Guð er í raun viðfangsefnið. Gamla
testamentið er því existensiellt, tilvistarlegt, og framsetningin er hið drama-
tíska, ljóðræna og sakramentala málfar.
100