Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 72
Þórir Kr. Þórðarson
Samkvæmt þessari skilgreiningu er framsetning sögunnar í Móse-
bókum (torah ) ekki „saga“ í sagnfræðilegum skilningi heldur ljóðsögn,
„mýþos,“ þótt hún eigi sér auðvitað stoð í sögulegum veruleika. Tilgangur
framsetningarinnar í Mósebókum er að tjá merkingu heimsins, eðli hans og
tilgang. Því er sköpunarsagan sett fremst. Heimurinn er túlkaður frá
sjónarmiði hebresks siðar og sagan sett fram til þess að tjá þá túlkun: að allt
líf eigi upphaf sitt í Guði, lúti honum og stefni til hans.
Öll sagnaritun Gamla testamentisins er með þessu sniði. Það eru
guðspjöllin einnig.
Trúin og frásögnin
Það sem við setjum fram í röklegum setningum í trúfræði og heimspeki
settu hinir fomu höfundar biblíuritanna fram meðfrásögn.
Upphafskapítulamir í Genesis (1M l.-ll. kap). nefnast fmmsagan. Þar
er fjallað um hinar dýpstu spumingar hvað varðar merkingu þess heims
sem við lifum í: Hvers vegna urðu heimamir til (ekki endilega hvernig )?
Hvers vegna er þessi þverstæða í lífi manna, fátæktin, erfiðið, þjáningin,
hatrið? Hví gera menn ætíð uppreisn gegn sjálfum sér? Hvemig má það
vera að þjóðir heims em svo sundurleitar? — og svo framvegis. Þessum
spurningum er ekki svarað með rökfræðilegri útlistun, eins og okkur
nútímamönnum er tamt, heldur með frásögn, með því að segja sögu.
Gripið er til ævafomra stefja eða minna úr sagnasjó kynslóðanna og sögur
sagðar. Efnið er vitaskuld fært að hætti hebreskrar trúar.
Hið fyrsta þessara „ljóða“ er fyrri sköpunarsagan í 1. kapítula 1.
Mósebókar, Genesis. Sú síðari, í 2. kapítula, á sér svipaðar rætur. Og svo
áfram, sögur af Paradís, heimsflóði, bróðurmorði, og málfarsmglingi í
Babel.
Frásagan sem kemur á eftir fmmsögunni er skyld henni þótt hún sé
annarrar ættar. í sögunum af ættfeðmnum (1M 12-50) em sögur sagðar
sem gengið hafa mann fram af manni, kynslóð eftir kynslóð, og að lokum
orðið að bókmenntum sem mótuðust af trúarlegri íhugun um merkingu
fortíðarinnar. í núverandi mynd sinni em þessar sögur listaverk. Þær em til
þess sagðar að lýsa handleiðslu Guðs. (Svipað og um guðspjöllin: Þau vom
samin til þess að boða verk Guðs).
70