Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 127
Innviðir hugsunarinnar í Fjórða Ebed Jahveh kvæðinu
þjáningunni eru upplifuð þessi skilyrði alls lífs. Guð „tók inn í hjarta sitt”
alla þjáningu mannsins á krossinum. Maðurinn Jesús hékk á krossi og með
því gekk Guð inn í þjáningu mannanna).
Þannig túlkuð verða þjónsljóðin að boðskap fyrir nútímann. Mennska
Guðs verður ljós.
Intermezzo
Guð sem orsakavaldur alls, þjáningar og gleði,
lífs og dauða
og
Guð sem sá er elskar, eyðir þjáningu,
snýr henni í gleði, deyðir ekki,
heldur lífgar og er förunautur mannsins.
Ég deyði og ég lífga, ég særi og ég græði. (5M 32.39)
Ég tilbý ljósið og skapa myrkrið
ég veiti heill og skapa ógæfu. (Jes 45.7)
Hinn trúaði eignar ekki Drottni Jesú Kristi þjáningar sínar og þá kvöl, er
kann að dynja yfir hann. Missi hann ástvin sínn, dregur hann ekki þá
ályktun af dauða hans og trú sinni, að Drottinn Kristur hafi ákveðið, að
ástvinurinn skyldi deyja.
Guð er förunautur mannkynsins um vegu þjáningarinnar, um þymi-
stráða stigu lífsins. Þannig reyndist hann íslenskri þjóð, er bað um miskunn
í Skaftáreldum. Menn voru þá sannfærðir um, að eldfjöllin spýju eimi og
eitri vegna synda lýðsins, en nú á dögum þekkjum við náttúmlega skýringu
á eldsumbrotum og teljum þau stafa af „blindum” náttúmlögmálum, en
vitum, að Guð er sá sem miskunnar, eftir að hörmungamar hafa dunið yfir.
Hann er ekki almáttugur í þeim skilningi, að hann stöðvi krabbameinið,
enda þótt það æxlist ekki að vilja hans. En hann er alvaldur í þeim hinsta
skilningi, að hann mun að lokum, um síðir, reynast sigursæll, og hann er að
dreifa smyrslum í sárin og lina þjáningar með kærleika sínum og þeim
kærleika, er hann kveikir í hjörtum manna.
125