Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 197
Frá embættismannaskóla til vísindaseturs
Sigurðsson dósent.2 Þess ber þó að geta, að Reykjavíkurborg úthlutaði Há-
skólanum ríflegu byggingasvæði „suður á Melum”, og risu þar brátt marg-
ar byggingar, sem kostaðar voru af fé Happdrættis Háskólans. En rekstur
nýstofnaðs bókasafns var kostaður af Sáttmálasjóði, er hafði tekjur af
Tjamarbíói, sem stofnað var 1940 í því skyni að verja framlag Dana til
hinnar íslensku deildar Sáttmálasjóðs verðhruni í verðbólgunni.
Tekjur þessara tveggja fjáröflunarfyrirtækja Háskólans urðu brátt vem-
legar, og má geta þess, að fyrir 25 ámm hafði Happdrættið lagt Háskólan-
um 20 milljónir króna frá upphafi 1934, sem var mikið fé í þá daga, og ár-
legar tekjur Tjamarbíós vom þá 1,3 milljón, sem einnig dugði vel til sinna
hluta, þótt helmingur þess væri lagður til hliðar í byggingarsjóð hins nýja
Háskólabíós sem reis 1961.
Skömmu eftir stofnun Happdrættisins 1934 hófust byggingafram-
kvæmdir á hinu nýja Háskólasvæði á Melunum fyrir sunnan bæinn, Gamh
stúdentagarðurinn var að vísu kostaður af frjálsum framlögum víða að, en
hann reis 1934. Þrem ámm síðar var risið svokallað atvinnudeildarhús (er
nú nefnist Jarðfræðihús), og hýsti það nýstofnaða Atvinnudeild Háskólans,
sem stunda skyldi rannsóknir er tengdust atvinnuvegunum, iðnaði, sjávar-
útvegi og landbúnaði. (Það var hið mesta slys í sögu Háskólans er þessar
stofnanir slitnuðu úr tengslum við Háskólann af ástæðum, sem hér skulu
ekki greindar).
Áætlanir vom uppi um það á þessum ámm að byggja Náttúmgripasafn
fyrir happdrættisfé á háskólalóðinni, en úr því varð ekki af ýmsum ástæð-
um, og var í þess stað fest kaup á húsnæði annars staðar í bænum fyrir fé
happdrættisins, og er safnið illu heillinn í þeim þröngu húsakynnum.
Hæst ber á þessum ámm bygging sjálfrar Háskólabyggingarinnar. Var
hún glæsilegasta hús landsins á sínum tíma, og verður því ekki með orðum
lýst hvílik sú breyting var á öllum högum Háskólans, kennara og nemenda,
er flutt var úr þrengslunum í Alþingishúsinu í hina víðáttumiklu byggingu.
Húsið þótti svo tilkomumikið, að það var sem höll mennta og vísinda í
hugum almennings. Og hér vom breyttar aðstæður, rými var fyrir litlar
2 Það rit dr. Páls Sigurðssonar sem hér um ræðir er nú út komið í tveimur veglegum
bindum: (1) Úr húsnœðis- og byggingarsögu Háskóla íslands. Heimildir um hug-
myndir, aðdraganda og framkvœmdir fram yfir 1940. Gefið út í tilefni af 75 ára
afmœli Háskóla íslands 1986. (2) Úrhúsnæðis- og byggingarsögu Háskóla íslands.
Draumsýnir og svipmyndir af háskólasamfélagi 1940-1990. Háskólaútgáfan 1991.
195