Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 227
Þórir Kr. Þórðarson
Magnús Runólfsson:
Frelsi fagnaðarerindisins og rökhugsun þess1
F. 21. febrúar 1910, d. 24. mars 1972
Mér er það í fersku minni eins og það hefði gerst í gær. Ég stóð á homi
Hverfisgötu og Vitastígs, gegnt Bjamaborg, og horfði út á Sundin. Það var
á tíunda afmælisdaginn minn. Allt í einu laust þessari hugsun niður í huga
mér: Nú er liðinn heill áratugur! Svo kemur sá næsti, ég verð 20 ára, svo 30
og svo 40, og þá er allt búið! Það heltók mig tilfinning um það hvað lífið er
stutt. En sama dag og ég stóð þarna í ógnvekjandi heimspekilegum
hugleiðingum um fallvaltleik lífsins var ungur maður að útskrifast úr
guðfræðideild Háskóla íslands í Alþingishúsinu, Magnús Runólfsson, sem
varð cand. theol. þann dag, 9. júní 1934. (Þessa samtengingu daganna
uppgötvaði ég auðvitað ekki fyrr en mörgum áratugum síðar!). En ekki leið
nema árið þar til strákur var farinn að njóta starfs kandídatsins unga sem
gerðist framkvæmdastjóri KFTJM 1935.
Ég var á fundum í yngstu deildinni á hverjum sunnudegi á þessum
árum, og Magnús Runólfsson stóð þá við hlið séra Friðriks í drengja-
starfinu. Unglingsárin komu og unglingadeildin tók við, og alls staðar var
Magnús Runólfsson hinn fasti punktur í tilverunni. Hann var hvorki
fjörlegur né aðsópsmikill en hlýr og kímilegur þegar það átti við. Einhvem
veginn var hann afskiptalítill, það varð enginn fyrir áróðri né aðfmnslum af
hans hálfu, unglingurinn fann sig frjálsan í návist hans, sem er kannski ein
mikilvægasta eigind æskulýðsleiðtogans. Engin uppgerðar kátína, engir
„fimmaurabrandarar” en töluverð alvara, sem laðaði til frjálsrar íhygli.
Á gagnfræðaskólaárunum kynntist ég þessum þætti hans betur,
rökhugsun hans og áherslunni á íslenska tungu — hann benti mér á hina
merku en sérkennilegu frumsmíð Hrynjandi íslenskrar tungu eftir Sigurð
1 Grein þessi birtist upphaflega í minningarritinu: Síra Magnús Runólfsson
Nokkrar prédikanir og Ijóð auk minningagreina fáeinna vina. Bókagerðin Lilja,
Rvík. 1990, bls. 149-155.
225