Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 103
Þórir Kr. Þórðarson
í leit að lífsstíl:
Formáli að siðfræði Gamla testamentisins
Siðgæðisgrunnurinn
Fyrr á öldum rann líf manna í kyrrlátum farvegum. Atferli þeirra fylgdi
fyritframgerðu mynstri, viðbrögð við atburðum dagsins voru nær sjálf-
krafa, lífið allt var bundið föstum háttum. Öll viðhorf manna til annars
fólks, til sjálfs sín og þjóðfélagsins, til merkingar og tilgangs lífsins voru
fyrírfram mótuð í undirvitundinni, og í undirvitund kynstofnsins.1 í stuttu
máli, og tjáð á tölvumáli: Einstaklingar og þjóðfélög voru prógrammeruð
fyrirfram. Forritið var reynsla aldanna.
Þetta heildarkerfi eða mynstur atferlis og viðhorfa á grundvelli mótunar
í undirvitund skoða ég í ljósi strúktúralismans sem strúktúr eða innviðu í
byggingu og nefni þetta siðgœðisgrunn. Á þessum siðgæðisgrunni, sem er
strúktúralískt uppbyggður og mótaður í undirvitundinni af sameiginlegri
erfð menningarheildarinnar, byggir allt atferli í meðvituðu lífi. Menn eru
sér þess ekki ætíð meðvitandi þegar þeir taka siðferðislegar ákvarðanir af
frjálsri ákvörðun sinni eða móta lífsstíl sinn viljandi, að þeir byggja á
siðgæðisgrunni sem þeim er gefinn fyrirfram. Það er verkefni sögulegra
rannsókna á textum að finna siðgæðisgrunninn í hverri menningu. Og
menn þurfa að koma auga á hann í sínu eigin umhverfi þar sem hæg eru
heimatökin að skilja sína samtíð og næstliðnu fortíð. — Hér á landi
byggðum við áður fyrr á sterkum, ómeðvituðum siðgæðisgrunni og með-
vituðum lífsstíl. Líf fólksins á sveitabæjunum var háttbundið, og atferlið
risti djúpt í sálargrunninn, jafnvel svo að vinnulúið fólk endumærðist við
kvöldlestrana, en þó sérstaklega vegna sunnudagshelginnar. Þessu er vel
lýst í viðtali Þorkáks Helgasonar við Sigurbjörh Einarsson biskup.2
Amma mín kunni heil ógrynni af sögum og kvæðum, og hún var óspör á að tala
við mig ... Henni féll aldrei verk úr hendi, en alltaf hafði hún tóm til að ræða við
mig, kenna mér . . . T.d. löngu ljóðabænimar hans Hallgríms Péturssonar, bæði
kvöld- og morgunbænirnar .. . Hún fór fyrst á fætur hvem dag. Það var þrotlaust
amstur og strit...
1 Hin umdeilda en rétta kenning.
2 Alþbl. 24.10.87.
101