Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 189
Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar komið á fót
barnaverndarmál, húsnæðismál, áfengisvandamál eða önnur félagsleg
vandkvæði, og er hann jafnframt tengiliður milli þess og annarra starfs-
manna sem fjalla um sérhæfð mál.
Ef um verulega haldgóð úrræði á að vera að ræða, t.d. í erfiðu
bamavemdarmáli, þarf rannsóknin að vera gerð af varfæmi. Ná þarf undir
yfirborð þeirra erfiðleika sem við augum blasa, reyna þarf að ná til rótar
meinsins og rekja orsakatengsl. Fáist aðeins einn félagsmálastarfsmaður
við sama heimilið, em meiri líkur til þess að fyrsta skref aðgerðanna,
rannsóknin, megi takast. Þá fæst heildarmynd sem þeir miða við sem
ákvörðun taka um hin félagslegu úrræði. En þau þurfa ávallt að miða að
því að koma heimilinu til staðfestu og reglulegra lífshátta á nýjan leik til
þess að þau börn sem jafnvel er hugsanlegt að þurfi að fjarlægja af
heimilinu um stundarsakir geti horfið til þess aftur. í sumum tilfellum er
þetta að vísu óframkvæmanlegt. En að því ber að stefna að böm þurfi ekki
að hverfa á stofnun til langframa heldur sé unnið að endurhæfingu
viðkomandi heimilis með öllum tiltækum ráðum. Raunar ætti markmið alls
félagsmálastarfs að vera endurhæfing og að veita aðstoð hinum
bjargarlausa til þess að hann verði sjálfbjarga.
Forsenda þess, að taka megi upp hin nýju viðhorf og starfsaðferðir, sem
lýst er hér að framan í stómm dráttum, er sú stjómskipunarbreyting senl
um getur í 1. gr. og nánar er tilgreind í 2. gr. um félagsmálaráð og um
félagsmálaskrifstofu í 3. gr. Kemur þetta sömuleiðis fram í hinni nýju,
norsku félagsmálalöggjöf og í sænskum lögum og reglugerðum, til dæmis
frá Stokkhólmi, Gautaborg og víðar. Að þessu sama er stefnt í breskri
löggjöf...
En eins er ógetið, sem e.t.v. varðar mestu og er í fyllsta mæli alger
forsenda þess, að koma megi á hinum nýju vinnuaðferðum, og það er
starfsfólkið. Það segir sig sjálft, að undir núverandi kerfi em starfsmenn
þeir og starfskonur sem að félagsmálum vinna sérhæfðir hver á sínu sviði.
Einn fer með bamavemdarmál, annar með framfærslumál, sá þriðji með
húsnæðismál og svo mætti lengi telja ...
Mikillar aðlögunar er þörf, ef hver félagsmálastarfsmaður á að geta
unnið að öllum sviðum félagsmála gagnvart sama heimilinu ef þörf krefur,
þ.e.a.s. bamavemdarmálum, endurhæfingu, ellimálum, félagslegri aðstoð
og áfengisvamarmálum ...
Það skiptir því mestu máli að án þess að ráðið verði sérmenntað fólk
verður breytingum ekki komið á.
187