Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 99
Um málfar Ritninganna
þurfum við að kunna skil á merkingu orða og hugtaka, gildi þeirra og hlut-
verki. Á sama veg þurfum við að kunna skil á málfari Biblíunnar og merk-
ingu þess til þess að skilja hana.
Logos
Nú verð ég að biðja lesandann að hafa þolinmæði með mér og leyfa mér að
fara alllanga leið til baka til þess að undirbúa næsta þátt þessa máls.
Þegar orðtáknið „Logos” er notað til þess að tákna hugsun og efnistök,
merkir það röklega, vísindalega hugsun, sem tæknimenning Vesturlanda er
byggð á. En öll vísindi eru raunar innan þessarar sömu girðingar. Einnig
heimspekin5. Og þegar guðfræðin fjallar um hinar röklegu, heimspekilegu
spumingar á hún sömuleiðis heima innan þessara sömu takmarka. Hún er
þá „logos”, þeo-logía, (guð-fræði), dregið af logos. Það merkir, að þegar
guðfræðin gegnir þessu hlutverki sínu, byggir hún á skynseminni, og tján-
ingarmáti hennar er þá röklegur og skynsemislegur eins og tjáningarmáti
annarra vísinda.
En höfundar rita Biblíunnar tjá sig á allt annan veg en hinir grískættuðu
vísindamenn. Þegar rithöfundar biblíubókanna tala um það sem í raun og
vem er ekki hægt að tala um (þegar þeir ræða um hið óræða), þá nota þeir
málfar ljóðsins og listanna, dramans, mýtunnar og tónlistarinnar. Af þessu
stafar reginmunur, og hann fæðir af sér hina mestu erfiðleika fyrir hina
eiginlegu guðfræði, trúarfræðin. Sem fræði em þau í ætt við „logos”, skyn-
semina, vitið (sem í sumum tilvikum þýðir „orð”), og tala skynsemislega,
lógískt, röklega um það sem engin rök ná yfir né skynsemd.
Þetta á þó sérstaklega við um þá tegund guðfræði sem nefnist náttúm-
leg guðfræði (theologia naturalis ) og sækir rök sín í mannlegt líf en ekki
til guðlegrar opinbemnar. Viss tegund hennar er stunduð innan kaþólsku
kirkjunnar, en önnur tegund birtist í líberalismanum, bæði hinum gamla og
hinum nýja, t.d. í svonefndri tilurðarguðfræði (process theology). Aftur á
móti er orðið biblíulegt raunsæi (biblical realism) stundum notað um guð-
fræði Karls Barths (1886-1968).
5 Sjá greinar Davíðs Erlingssonar í Lesbók Mbl. 5. og 12. júlí 1992.
97