Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 140
Þórir Kr. Þórðarson
okkur lífið í dul sinni og ægileik. Þá hylur Guð andlit sitt, gefur sig ekki til
kynna, er fjarlægur. Slíkur var Guð í vitund Jesú á krossinum. Því hrópaði
hann, Guð minn, Guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig? Og þegar við
skyggnumst aftur og aftur inn í ógn þessa kapítula í 1. Mósebók, þá sjáum
við að líking er milli hans og frásögunnar af krossfestingu Jesú. Abraham í
eldrauninni og Kristur á krossinum. Þessar tvær hinstu raunir eiga sér það
sameiginlegt að á hinu ægilega og blóði drifna augnabliki er tilgangur og
vilji Guðs hulinn. Það er hinum trúaða ægileg raun þegar Guð hylur ásjónu
sína.
Þessa trúarreynslu þekkti Lúther vel af eigin raun úr sinni trúarbaráttu
sem var barátta upp á líf og dauða, trú og örvæntingu. Hann gaf þessari trú-
arreynslu nafn, nefndi hana á latínu, Deus absconditus, hinn huldi Guð.
Guð hylur sig og gæti virst „hinn reiði Guð“ í hinsta leyndardómi trúar-
reynslunnar. Þessiþáttur kemurfram íþýðingunni „freistaði" en tapast í
þýðingunni „reyndi.“
Sögnin „að reyna“ er mjög almenn í íslensku nútímamáli, merkir að
prófa, rannsaka, kanna, t.d. „reyna ísinn,“ prófa hvort hann er heldur. í
fornri íslensku er hún sömuleiðis mjög almenn. „Lengi skal manninn
reyna,“ og „fleira veit sá er fleira reynir,“ segir í Grettis sögu9. En velja
þarf sögn sem er ekki almenn og hversdagsleg til þess að fram komi skelf-
ingin sem fólgin er í sögunni. Þessari tvíræðu merkingu nær hebreska
sögnin nissa, er merkir að freista, reyna og prófa jöfnum höndum, og
sömuleiðis gríska sögnin peirazó (bæði „freista” og „prófa”), og er hún í
Biblíu fomkirkjunnar notuð á báðum stöðunum (1M 22.1 og Jk 1.13), eins
og áður sagði.
í Jakobsbréfi, sem áður var nefnt, er merking sagnarinnar „að freista”
eða „reyna” neikvæð. Og í íslensku nútíðarmáli er hún einnig tengd þessari
neikvæðu merkingu (sem notuð er í Jakobsbréfi), sbr. t.d. „freistarinn.“ En
skoða ber víðara svið en hversdagsmálið eitt. í Stjóm, hinu elsta íslenska
biblíuþýðingarverki, í Guðbrandsbiblíu og íslendingasögum merkir sögnin
„að freista“ nánast „að prófa,“ ganga úr skugga um eitthvað með því að
leggja (þunga) prófraun fyrir einhvem. (í orðabók Fritzners má sjá þess
mörg dæmi10).
9 Johan Fitzner, Ordbog over det gamle norske Sprog. Omarbejdet, fortfget og
forbedret Udgave. F0rste Bind, A-Hj, Kristiania: Den norske forlagsforening 1866.
10 Bibl. data Fritzner.
138