Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 110
Þórir Kr. Þórðarson
Lög ber að skoða undan tvennum sjónarhomum: Annars vegar þetta:
Það er einhver óbreytanleg hrynjandi í tilverunni sem allir menn verða að
vera í samhljóman við. Því má líkja við að lag sé sungið eða tónverk leikið.
Menn verða að halda sér við nótumar. Þannig samdi höfundur lagið. Sé
ekki rétt sungið eftir nótunum verður lagið falskt, söngurinn hjáróma. —
Þegar málin eru skoðuð undan þessu sjónarhomi er spurt, hvort til séu
guðleg lögmál, lög allrar tilvem, og algild verðgildi, sem sanni, að gildis-
mat manna (sem ætíð er undirstaða og forsenda atferlis og ,,lífsstfls“) sé
ekki að öllu leyti háð frjálsu vali.
Hins vegar má skoða lög sem eins konar leikreglur sem menn koma sér
saman um að fylgja. Bæði sjónarmiðin gera ráð fyrir því að lög séu jákvætt
fyrirbæri. Og þeim augum ber að líta á „lögmál“ bæði í gyðingdómi og
kristindómi!
b. Miskunn
Lög gera kröfu til mannsins. í þeim er fólginn „dómur“ yfir honum, þ.e.
maðurinn þarf að sæta því að til er „vilji“ sem er ofar hans eigin vilja. Að
brjóta lögin hefur ætíð einhvers konar afleiðingu í för með sér. Annað
hvort kalla menn refsinguna yfir sig sjálfir, ef lögin sem þeir brjóta eru
náttúrulögmál, varða t.d. heilbrigði, eða þeim er refsað af öðrum mönnum
eða yfirvöldum. Hugmyndina um guðlega refsingu flokka ég undir fyrri
þáttinn.
En það er til annað sjónarmið um lífið en þetta. Þótt ekki sé það
tilgangur lífsins að reglur séu brotnar, er það svo um heilbrigt mannlíf,
ósýkt hvatalíf og óbrenglaða andlega starfsemi mannsins (og hér virðist
vera þverstæða á ferðinni), að lífið fer ekki alltaf eftir settum reglum.
Reglingur, smásmygli og pex um formsatriði á ekki alltaf rétt á sér þótt við
lög styðjist. Með einhverjum hætti er lífið þeirrar ættar að fjölbreytnin
útilokar strangan formalisma við sumar aðstæður.
Hér er um augljósa þverstæðu lífsins að ræða, og fer ég ekki lengra út í
þá sálma, en bendi á að lífsstfllinn og siðgæðið krefjast þess að til sé við
hliðina á lögunum önnur meginregla, miskunnsemin, sem einnig er nefnd
náð. Hér erum við auðvitað stödd við rætur þeirrar hugtakatvenndar sexn
heitir „lögmál og fagnaðarerindi“ og skírskotar þá orðið „fagnaðarerindi“
til þess sem við köllum öðru nafni guðlega miskunn.
108