Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 173
Viðtal Magdalenu Schram
„Djöfullinn kann Biblíuna líka utanað”1
„Marlene Dietrich söng hér,” segir Þórir kankvís og leiðir mig til stofu. „Á
þessari lóð stóð nefnilega Trípolí-bíó, manstu eftir því?” Lóðin var auð eftir
að bíóið var rifið og þangað til húsið var byggt fyrir fjórum árum.
Hann býr á efri hæð í þessum nýja prófessorabústað og húsið sker sig
úr hverfinu án þess þó að gera því mein. Það logar í ami og húsið virðist
fullt af myndum, bókum og blómum úr garðinum. Og kankvísri ró.
Köllun er ekki Ijós að ofan
„Guðfræðin og það sem hana snertir er mér bæði vinna og tómstunda-
gaman. Og ég er á kaupi fyrir að hugsa. Já, það er alveg rétt, slíkt er lán
sem fæstir eiga kost á.”
— Um hvað er guðfræði?
„Um lífið, lífsgildin, tilgang lífsins og guðdómsins, um samband fólks
hvert við annað, um ástina og hatrið, dauðann og lífið, einsemdina og sam-
semdina. Bókmenntimar íjalla um þessi sömu viðfangsefni en á annan hátt.
Dostojefskí skrifar um sekt mannsins, um synd og náð, heilagleikann og
hyldýpi illskunnar. Ignazio Silone lýsir höfuðviðburði, dauða unglingsins, í
ljósi táknmáls heilagrar kvöldmáltíðar, Brauð og vín heitir bókin, og þegar
gamli presturinn talar heila nótt við unga kommúnistann um trúna, nefnir
hann ekki guðfræði heldur talar um bókmenntir. Solzenitsyn skrifar oft frá
sjónarmiði rússnesk-orþódoxrar trúar, Njála lýsir baráttu ills og góðs, leik-
rit skáldprestsins Kaj Munks fjalla um svipað efni og sumar prédikanir
hans, og svo mætti lengi telja. Það er engin tilviljun að þegar Hallgrímur
Pétursson vildi tjá dýpstu sannindi trúarinnar gerði hann það í bundnu máli
og skrifaði þar með eitt fullkomnasta bókmenntaverk íslendinga. — Og sr.
Jakob2 er fmmkvöðull helgileiksins á íslandi auk þess að vera leikrita-
skáld.
1 Viðtalið við Magdalenu Schram birtist upphaflega í Helgarpóstinum 4. ágúst 1983.
2 Þ.e. dr. theol. Jakob Jónsson (1904-1989). Sjá minningargrein um hann aftar í
þessu riti.
171