Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 209
Prófessor dr. phil. et jur. Alexander Jóhannesson - Aldarafmæli
Hriflu, sem gekkst fyrir lögunum um byggingu Háskólabyggingarinnar,
Knud Zimsen borgarstjóri, sem valdi Háskólanum stað og úthlutaði honum
lóðasvæði, og Alexander Jóhannesson háskólarektor, sem leysti þann
vanda, sem var aðalvandinn: að afla fjár til bygginga.
Aðferð Alexanders var sú að byggja og byggja á meðan nokkur króna
var í kassanum. Þegar sjóðimir voru þurrausnir, þá var hafist handa um að
afla meira fjár. En stundum þurfti að grípa til frumlegra aðgerða. Eitt sinn
voru framkvæmdir stopp, ekkert fé til. Þá frétti Alexander af bónda einum
austur í sveitum, að hann átti mikla peninga á banka. Hann brá sér austur
og fékk gamla manninn til þess að lána sér alla peningana gegn skilvísri
endurgreiðslu. Enginn þarf að efast um efndimar, slíkur nákvæmnismaður
sem hann var um fjármál.
Þessum kafla mætti ljúka með því að geta um síðustu framkvæmdina
sem Alexander stýrði, en það var bygging Háskólabíós, sem hann lauk
þremur ámm eftir að hann lét af embætti. Margir hafa deilt á þá miklu
fjárfestingu, en engum blandast hugur um, hve mikil lyftistöng hún varð
íslensku menningarlífi og Háskólanum sjálfum. Þar var haldin hin veglega
hálfrar aldar afmælishátíð Háskólans 1961 í viðurvist fjölda fulltrúa frá
erlendum háskólum um víða veröld. Við það tækifæri sæmdi lagadeild dr.
Alexander heiðursdoktorsnafnbót í lögum fyrir störf hans í þágu Háskól-
ans. Þess má geta til gamans að sagan segir að menn hafi leitað með
logandi ljósi í fundargerðabókum háskólaráðs að bókun þar sem samþykkt
væri þessi mikla bygging, en engin fundist! Slíkur var framkvæmdahugur
Alexanders Jóhannessonar og gafst vel.3
V
Flugmál
Engin lýsing þessara ára í ævi Alexanders Jóhannessonar væri full-
nægjandi, tæki hún ekki til hins stóra áhugamáls hans sem voru sam-
göngumál íslensku þjóðarinnar í lofti. Hér er þess enginn kostur að lýsa
3 Rétt er að geta þess að Magnús Guðmundsson skjalavörður hefur síðar fundið
samþykkt Háskólaráðs frá 27. ágúst 1954 þar sem ráðið samþykkir að fela stjóm
Tjarnarbíós að sækja til borgaryfirvalda um leyfi til að reisa nýtt kvikmyndahús.
Sjá Fréttabréf Háskóla íslands, mars 1989, bls. 11.
207