Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 232
Þórir Kr. Þórðarson
Það kom eins og af sjálfu sér að séra Magnús þýddi smárit Lúthers á
íslensku, þau sem voru viðráðanleg til útgáfu fjárhagslega, svo mjög sem
hann var mótaður af Lúther, og kom fram í þeim þýðingum rökhyggja séra
Magnúsar er ætíð mótaði málfar hans, en hinn listræni „bombastíski” stíll
siðbótarsnillingsins og skáldsins naut sín kannski ekki til fulls. Hann var
enda mjög vel að sér og vel heima í ritningunni, upp á vers, og cíteraði
alltaf nákvæmlega og man ég eftir því að einhvem tímann voru trúmála-
umræður í útvarpi þar sem Magnús var þátttakandi, og átti Halldór Laxness
að hafa sagt að sér líkaði vel þegar menn vitnuðu í númer!
Nú skildu leiðir okkar landfræðilega þegar ég hvarf til náms erlendis og
tókst síðan á hendur ýmis störf. Er ég ókunnugur nema af afspum þeim
ámm er séra Magnús breytti um starf og gerðist prestur úti á landi, fyrst á
Ströndum og síðan í Þykkvabæ, og erlendis var ég er hann varð bráð-
kvaddur24. mars 1972.
Séra Magnús Runólfsson hafði allt upplag til þess að verða merkur
fræðimaður á sviði guðfræðinnar. Og vissulega var þekking hans mikil og
hugsunin rökleg og skýr. En vegna fátæktar þeirra ára átti hann þess aldrei
kost að njóta vísindalegrar menntunar. Guðfræðnámið var stutt og ófull-
nægjandi á þeim ámm hér, og á því misseri sem hann dvaldi hjá prófessor
Hallesby fékk hann ekki fræðilegan gmndvöll. Osmo Tiililá, prófessor í
trúfræði við Háskólann í Helsingfors og ekki síður „til hægri” en Hallesby
(sagði raunar af sér sem prestur í finnsku, lúthersku kirkjunni vegna þess
að hún var ekki nægilega rétttrúnaðarleg að hans áliti), — hann sagði við
mig í Uppsala: „Ég ráðlegg nemendum mínum að lesa Hallesby, en vilji
þeir í framhaldsnám nægir hann þeim ekki”.
Það er erfitt fyrir nútíðarmenn að gera sér grein fyrir því ástandi sem
ríkti hér á 4. áratug aldarinnar, allt fram að stríði, kreppuámnum, þegar
erfitt var að brauðfæða sig á námsámm og menn áttu þess beinlínis engan
kost að stunda nám erlendis. Magnús fékk Sáttmálasjóðsstyrk, og með
ýtmstu nægjusemi lét hann styrkinn duga sér til ársdvalar á Norðurlöndum.
En á stríðsámnum rofnuðu öll sambönd við Norðurlöndin og Evrópu, og
menn vom ekki enn komnir í tengsl við guðfræðina í Ameríku. Þá tók
daglegt starf Magnúsar allan hans tíma og var ekki um fræðastörf að ræða
nema þau sem nauðsynleg vom til undirbúnings prédikunum. En þau rækti
hann dyggilega, eins og að framan er greint.
230