Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 66
Þórir Kr. Þórðarson
rit Nýja testamentisins ganga út frá, er vel hugsanleg á palestínskri grund
og á Sýrlandi á tíma Jesú og postulanna, og er því ekkert lengur til and-
mæla því, að safnaðarskipan hafi verið orðin sögulegur veruleiki jafn-
snemma og Nýja testamentið gerir ráð fyrir. Upphafs kirkjunnar og kirkju-
skipanarinnar er því að leita í lærisveinahópi Jesú og ekki um og eftir alda-
mótin 100. Þar af leiðir sú óhjákvæmilega afleiðing, að jafnt söguleg rann-
sóJcn sem guðfræðileg skýring guðspjallanna og Nýja testamentisins alls
verður að vera kirkjuleg í þeim tvíþætta skilningi, sem lýst var hér að fram-
an. Nýja testamentið er frá kirkjunni runnið og þarf því að vera bein fyrir-
mynd um allar grundvallarreglur í starfi og skipan kirkjunnar. Hið nýja líf
sem Nýja testamentið boðar, er kirkjulegt líf, sem aðeins verður lifað í
kirkju, í söfnuði. Og allt starf og alla skipan kirkjunnar, safnaðarins þarf að
skoða og gagnrýna í ljósi Nýja testamentisins.
Nú hefir verið greint frá hinu helsta í biblíufræðum, sem vér þurfum að
leggja rækt við í hérlendri guðfræði, þótt aðeins hafi verið stiklað á stærstu
steinunum. Afstaða þessara fræða í dag er þess háttar, að fomfræðin eru
orðin frjó og til þess fallin að varpa nýju ljósi á ýmislegt það, sem hendi er
næst og kallar að í kirkjulífi líðandi stundar. Þegar sýnd hafa verið tengsl
ritningarinnar við kirkjuna, kemur í Ijós, hversu raunsæ hún er og hvílíkt er-
indi hún á til vor um vandamál líðandi stundar.
í upphafi þessarar ritgerðar var drepið á ekúmenísku hreyfinguna (al-
kirkjuhreyfinguna). Hún skal á ný gerð að umtalsefni að lokum og með það
í baksýn, sem sagt hefn verið um stöðu biblíufræðanna í dag.
Á þingum og námskeiðum ekúmenískum em könnuð og rædd margvís-
leg vandamál hins kirkjulega starfs. Þar em þau mál reifuð sem snerta eðli
kirkjunnar, stjómhætti, stöðu í þjóðfélaginu og starf hennar. Hin félagslegu
vandamál em ofarlega í hugum manna. Hin nýja kirkjuvitund einkennist af
hinni félagslegu áherslu í kirkjuhugtaki ritningarinnar, enda hefir reynsla
kirknanna í umróti síðustu ára beinlínis þröngvað mönnum til þess að taka
þau mál föstum tökum.
Vandamál nútíma þjóðfélags em í aðalatriðum ekki óáþekk þeim vanda,
sem sneri að kennimönnum Gamla testamentisins: efnahagslegt réttlæti og
samábyrgð allra þegna. Orðasambandið „hið ábyrga þjóðfélag” hefir verið
notað til þess að auðkenna það markmið, sem stefna þarf að, og er þar
stuðst við þjóðfélagshugsjón Biblíunnar. Hugtak þetta á ekki við tiltekna
þjóðfélagsskipan eins og til dæmis velferðarríkið, heldur er það hugsað
sem „eins konar starfsregla eða starfsháttur (operational quality) þeim til
64