Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 65
Ný kirkjuleg guðfræði
og jafnframt kröfur sáttmálans. Kenningin, dogman í kirkju nútímans, á sér
sömu rót. Hún er sprottin af lofgjörð guðsþjónustunnar. Afskiptaleysi um
kenningu, dogmu kirkjunnar sprettur einatt af því, að mönnum gleymist
það, að rætur kenningarinnar eru í ritningunni og í lofgjörð guðsþjónust-
unnar um náðarverk Guðs í Kristi.
Það annað sem grundvallast á sögunni er kirkjan. „Guðs lýður”,
„ísrael”, „söfnuður Guðs” er ekki þjóðfélagsheild, flokkur eða félag ein-
ungis. „Guðs lýður” er allt þetta, en fyrst og fremst er hann einn þátturinn í
náðarverki Guðs í sögunni. Leiðarþráðurinn í sögurásinni frá Abraham til
Krists og postula hans er einmitt þessi: Guð útvaldi sér fólk, skóp sér eign-
arlýð, setti upp það svið, þar sem náð hans veitist mönnum. Jafn grundvall-
andi og bæði söguhugtakið og „kirkju”-hugtakið í Gamla testamentinu er,
leiðir það af þessum athugunum, að öll skýring Gamla testamentisins verð-
ur að vera kirkjuleg; — ritskýringin verður að miða við „kirkju”-hugtakið,
bæði hin sögulega skýring og hin guðfræðilega. Skal nú athugað, hvort hið
sama er að segja um skýringu Nýja testamentisins.
Trúarbragðasögulega rannsóknarstefnan fæddi af sér nýja rannsóknar-
aðferð í nýjatestamentisfræðum. Eins og að framan greinir, beindist hún að
könnun umhverfis þess, sem textarnir eru sprottnir úr. í nýjatesta-
mentisfræðum varð þessari rannsókn helst beint að guðspjöllunum og nefn-
ist hún hin formsögulega rannsókn. Efni guðspjallanna var flokkað á svip-
aðan hátt og gerst hafði um Gamla testamentið og því skipt í efnisflokka
eftir því, hvort talið var að það hefði geymst í prédikun guðsþjónustunnar, í
trúnemafræðslu, við trúboð o.s.frv. Staða hvers bókmenntaforms þótti
sanna nokkuð um upphaf og sögu hvers kafla í starfi frumkirkjunnar, og
jafnframt var talið augljóst, að tilefnið, þ.e. starf kirkjunnar, hefði skapað
efni bókmenntanna (guðspjallanna þriggja hinna fyrstu). Nú eru menn
horfnir frá þessari stefnu í upphaflegri mynd hennar og þykir á annan bóg-
inn harla vafasamt, að takast megi jafnnákvæm sundurliðun og ætlað var í
öndverðu, að því er tekur til efnis guðspjallanna; en á hinn bóginn þykir
fullvíst, að hinn palestínski blær á efni guðspjallanna þriggja fyrstu taki af
öll tvímæli um það, að efnið sé frá lærisveinum Jesú runnið og ekki samið í
Róm, á Sýrlandi eða annars staðar gagngert í þeim tilgangi að fullnægja
starfsþörfum frumkirkjunnar.
En allt um það, þá hefir formsögulega aðferðin sýnt, hversu náin tengsl-
in eru milli bókmenntasögulegs upphafs guðspjallanna þriggja og kirkjunn-
ar. Dauðahafshandritin sanna beinlínis, að sú fasta safnaðarskipan, sem sum
63