Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 105
í leit að lífsstíl
samfella. Kvöldlestramir, bænaversin og fjósstörfm, — hér var hvergi mis-
ræmi.3
Hrynjandi lífsins var hrynjandi árstíðanna. Þótt illa gengi um sláttinn
og rigningar sífelldar, fékk það mönnum ekki bugandi hugarangur. Vissan
um komandi vor eftir hret vetrar og eftirvænting eftir sauðburðinum og
nýju lífi náttúrunnar með hækkandi sól létu mönnum í té sálarfrið. Daglegt
líf og viðhorf hvers dags var umvafið festu árstíðaskiptanna. Og
einstaklingurinn var taminn við þetta taktfasta líf. Og inn í líf náttúrunnar
fléttaðist líf guðlegra máttarvalda. Hrynjandi þeirra var einnig örugg og
taktföst. Dagurinn var innrammaður í bænir og áköll, og vikan hófst með
húslestri eða kirkjuferð.
í þessum heimi, þessu umhverfi dýra og manna, náttúru og guðlegrar
miskunnar, vissi einstaklingurinn sig öruggan. Það er þetta heildarkerfi
tilfinninga, verðgildismats, athafna og viðhorfa sem ég nefni siðinn. Hinn
íslenski siður, íslensk trú og athöfn, þessi heildstæðu lífsviðhorf til
fólksins, dýranna, skyldunnar, lífsferilsins, — allt er þetta liðið undir lok.
Og það er við endalok þessa íslenska þjóðfélags sem rannsókn okkar hefst.
Borgarlíf á nýöld
Við hrun hins íslenska sveitasamfélags fór smám saman að myndast nýtt
mynstur viðhorfa og atferlis í bæjum, en einnig í byggðum landsins.
Þessari siðrænu og trúarlegu byltingu er ekki lokið enn. Einkenni
byltingarinnar er (a) hrun heimilisins sem grunneiningar og (b) gjáin sem
myndast hefur milli manns og náttúru, mannsins og dýranna. Nýr lífsstíll er
kominn fram, en hann mótast af ótölulegum fjölda tækifæra sem
einstaklingnum bjóðast. Frumeinkenni lífsstflsins er að láta ekkert fara
framhjá sér í lífinu, neyta tækifæranna, taka tilboðunum, og ná þannig æ
meiri lífsfyllingu. En lífsfyllingin skoðast ekki lengur í ljósi hinna fyrri
heildstæðu sjónarmiða sveitarinnar, lífsvefnaðarins mikla er ofinn var úr
lífi náttúrunnar, dýranna og fólksins undir stirndum himni guðlegrar
miskunnar, heldur er hún fólgin í uppfyllingu þarfa einstaklingsins.
Efnalegar framfarir, efnaleg velsæld og rækileg vitneskja um allt milli
himins og jarðar í sjónvarpi og á myndböndum setja mark sitt á hin nýju
3 Það kemur fram í skrifum Halldóru Bjamadóttur, t.d. bók hennar Vefnaður, að ullin,
sögumar, bænahaldið og skepnumar mynduðu eina heild.
103