Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 195
Þórir Kr. Þórðarson
Frá embættismannaskóla
til vísindaseturs1
l
Þegar Háskóli íslands tók til starfa fyrsta sinni haustið 1911, var starf hans
og kennsla beint framhald af embættismannaskólunum göml, sem hann var
stofnaður úr. Þann vetur var fram haldið kennslunni í Prestaskólanum frá
því árinu áður (stofnaður 1847), og sama var að segja um Læknaskólann
(stofnaður 1876) og Lagaskólann (sem stofnaður var 1908).
Þótt heimspekideild hafi verið komið á fót sem hluta hins nýja háskóla,
voru þar engir nemendur innritaðir fyrsta veturinn. Þetta sýnir, svo að ekki
verður um villst, að í upphafi var Háskóli íslands beint framhald embættis-
mannaskólanna gömlu, og kennsla og starf fyrst og fremst fólgið í því að
mennta embættismenn fyrir landið, sem 7 árum síðar varð fullvalda ríki.
Það breytti litlu, þótt fyrrverandi kennarar embættismannaskólanna hétu nú
prófessorar og dósentar.
Helsta breytingin var fólgin í stofnun heimspekideildar. Þar var smám
saman byggt á gömlum grunni íslenskra fræða frá því á 19. öld er margir
höfðu lagt, þar á meðal menn á borð við Sveinbjöm Egilsson og Jón Sig-
urðsson. Enda reyndist það svo, að þótt komið væri á fót kennslu í rökfræði
og sálarfræði, varð heimspekideildin um margra áratuga skeið fyrst og
fremst höfuðsetur íslenskra fræða, tungu, sögu og bókmennta.
Það er samt engin ástæða til þess að líta smáum augum á þetta hlutverk
Háskóla íslands fyrstu árin. Menntun embættismanna fyrir hið nýja full-
valda ríki var lykilhlutverk og tengdist starfi þjóðvakningarmanna 19. ald-
arinnar, og hið sama má segja um ástundun íslenskra fræða í heimspeki-
deild.
En þrátt fyrir hin fleygu orð fyrsta rektors Háskólans, að hann skyldi
vera vísindaleg rannsóknarstofnun og vísindaleg kennslustofnun, fór engu
1 Grein þessi birtist upphaflega í Tímariti Háskóla íslands 1,1, 1986, bls. 11-14.
193